Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 18
16
Ari Páll, Friðrik, Margrét og Sigrún
skynjunarprófi hefur komið fram „að greinimörk langra og stuttra
sérhljóða eru breytileg eftir því hve mörg atkvæði eru í orðinu“ (Jörgen
Pind 1979:183), sbr. þó þann varnagla sem sleginn var hér að framan
um muninn á tali og skynjun tals.
Til þess að afmarka sem best áherslurím nafnorðanna (þ.e. áherslu-
sérhljóðið og eftirfarandi samhljóð) var reynt að velja orð sem hefjast á
ófráblásnum lokhljóðum eða [s] þannig að upphaf áherslusérhljóðsins
væri sem greinilegast á hljóðrófsritunum (sjá 4.4.3) sem og á ítónunar-
sjánni (sjá 4.4.2).
Með það fyrir augum að fækka óvissuþáttum enn meira voru aðeins
valin orð með rödduðu nefhljóði næst á eftir áherslusérhljóðinu; rödd-
uð, til þess að fá áherslurímið sem óbrotna kúrfu á ítónunarsjána, og
nefhljóð, vegna þess hve algeng þau eru og tiltölulega auðvelt að finna
dæmi um þau í báðum atkvæðagerðum, V:C og VC:.
Á þennan hátt voru valin 10 orð, 5 með áherslurím af gerðinni V:C
og 5 af gerðinni VC:. Þessi orð eru:
(2) sena spenna
dama mamma
Dani Danni
Sami Sammi
buna Gunna
Brugðið var á það ráð að setja orðin inn í rammasetninguna Ég sé_
núna, t.d. Ég sé senu núna (alls 10 setningar), til þess að koma í veg
fyrir að mismunandi staða í setningu hefði einhver áhrif á það hvemig
menn legðu andstæðuáherslu á þessi orð. Síðan þurfti að fá tvær útgáf-
ur af hverri setningu, með og án andstæðuáherslu á nafnorðin, eða 20
setningar alls. Ákveðið var að biðja hljóðhafana að leggja annars vegar
áherslu á nafnorðin en hins vegar á núna. Talið var að með því að
leggja áherslu á núna yrði nafnorðið örugglega áherslulaust en ef menn
væru beðnir að lesa setningamar án nokkurrar áherslu, eða á sem hlut-
lausastan hátt, þá væri ekki tryggt að nafnorðið yrði áherslulaust. Má
segja að með þessu móti hafi yfirleitt gengið vel að fá fram mun á and-
stæðuáherslu og áhersluleysi.
Þá var talhraðinn eftir. Eins og áður sagði eru menn sífellt að breyta
talhraða sínum en þegar þeir eru beðnir að tala með mismunandi
hraða gengur yfirleitt ekki vel að mynda nema tvenns konar hraða (sjá