Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 19
Um andstœðuáhersln í íslensku
17
Jörgen Pind 1982:32 og rit sem þar er vísað í). Því voru hljóðhafamir
beðnir um að lesa áðurnefndar 20 setningar, annars vegar hratt en hins
vegar hægt, og áttu þeir sjálfir að ákveða hvað væri hraður og hægur
lestur.
Setningamar 20 voru síðan vélritaðar á blöð (í tilviljunarkenndri
röð) þannig að orðin sem áttu að bera áherslu (nafnorð eða núna) voru
undirstrikuð. Aftan við hverja setningu var höfð útskýringarsetning til
að sýna enn betur um hvers konar áherslu væri að ræða (sjá viðauka).
Vegna hættu á mislestri og vegna þess að upphafs- og lokasetningar eru
ekki alltaf taldar marktækar voru hljóðhafarnir látnir endurtaka lestur-
inn (bæði hratt og hægt) en setningamar þá hafðar í annarri röð. Þann-
ig fengust 80 setningar frá hverjum hljóðhafa: 2 x 20 hratt og 2 x 20
hægt.
4.3 Framkvœmd og hljóðhafar
Hljóðhafar voru níu stúdentar og einn kennari í Heimspekideild Há-
skóla íslands, á aldrinum 21—32 ára (fæddir á árunum 1952—1963).
Reyndar voru ellefu manns látnir lesa, af ástæðum sem tilgreindar eru í
kafla 4.4.1, en gögn frá tíu þeirra, fimm körlum og fimm konum, voru
notuð við úrvinnslu. Af þessum tíu eru átta fæddir í Reykjavík, en
aðeins fimm þeirra ólust þar upp; einn ólst upp í Ámessýslu, annar í
Rangárvallasýslu og sá þriðji í Austur-Skaftafellssýslu. Tveir eru fædd-
ir og uppaldir utan Reykjavíkur, annar í Húnavatnssýslu og hinn í
Skagafirði.
Lesturinn var tekinn upp á segulbandstæki af gerðinni Tandberg
Cross-Field Series 3400. Upptakan fór fram í herbergi 409 í Ámagarði,
Háskóla íslands, hinn 24.3.1984. Herbergið er ekki hljóðeinangrað, en
lítill sem enginn hávaði barst utan frá.
4.4 Úrvinnsla
4.4.1 Val setninga
Að upptökum loknum var byijað á því að hlusta á lestur hljóðhaf-
anna í því skyni að athuga hvort rannsóknarmenn skynjuðu þá áherslu
sem hljóðhafamir voru beðnir að beita. Rannsóknarmenn höfðu í fór-
um sínum þartilgerð blöð, samsvarandi þeim sem hljóðhafamir lásu af,
en án undirstrikana, og átti hver rannsóknarmaður að strika undir þau
orð sem honum heyrðist bera andstæðuáherslu.
Tafla 1 sýnir hve oft (af 80 setningum alls hjá hveijum hljóðhafa)