Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Side 21
Um andstœðuáherslu í íslensku
19
frá þeim hljóðhafa færri en til stóð (sjá t.d. töflur í niðurstöðum, þar
sem tekið er fram ef færri setningar liggja að baki meðaltölum en venj-
an er).
4.4.2 Grunntíðnimælingar
Til að kanna breytingar á grunntíðni (Fo) í andstæðuáherslu voru
setningamar sem valdar voru (tæplega 400) mældar á ítónunarsjá af
gerðinni Visi-Pitch 6087 frá Kay Elemetrics. Á sjánni komu fram kúrf-
ur sem sýndu grunntíðni hverrar setningar (sjá myndir 1—2 sem voru
teknar á myndavél af gerðinni Tektronix C-5C).
Við fyrri mælingar á grunntíðni í íslensku hefur ýmist verið miðað
við einn eða tvo mælingapunkta fyrir hvert hljóð sem mæla átti. Hösk-
uldur Þráinsson (1983:389) mælir einn punkt í sérhljóði áhersluríms
bæði í andstæðuáherslu og áhersluleysi. Af myndum af setningunni
Alli vinnur Nalla (1983:391—392) má sjá að þar miðar Höskuldur við
hæsta punkt í áherslurími. Magnús Pétursson (1978:34—35) mælir tvo
punkta í andstæðuáherslu, hæsta og lægsta punkt sérhljóðs í áherslu-
rími, en einn punkt (í miðju sérhljóðinu) í áhersluleysi.
Það olli okkur nokkrum heilabrotum hvaða punkta á grunntíðni-
kúrfunni og hversu marga við ættum að mæla en ákveðið var að miða
alltaf við tvo punkta, bæði í áherslu og áhersluleysi, og reikna síðan út
mismun þeirra.
í fyrsta lagi var mældur upphafspunktur áhersluríms og var hann
oftast auðmælanlegur. Nafnorðin, sem mæld voru, heQast öll nema eitt
(mömmu) á lok- eða blísturshljóði, sem koma ekki fram á ítónunar-
sjánni (t.d. senu, Danna, dömu, bunu o.s.frv.) og var upphaf orðsins
þar af leiðandi auðþekkt á staðnum sem kúrfan rofnaði á.
Þegar nafnorðið bar andstæðuáherslu var auk upphafspunktsins
mældur hæsti punktur kúrfunnar í áherslurími nafnorðsins (sjá myndir
la og 2a). Fyrir kom að þessir tveir punktar féllu saman.
Þegar nafnorðið bar ekki andstæðuáherslu gat þrennt komið til:
Grunntíðnin hækkaði, lækkaði eða hélst nokkum veginn óbreytt. Þá
var auk uppphafspunkts ýmist mældur hæsti punktur (sjá mynd 2b),
lægsti punktur eða í þriðja lagi, þegar hvorki var um hækkun né lækk-
un að ræða, var mældur punktur í miðju rími (sjá mynd lb).
En af hveiju var ekki látið nægja að mæla einn punkt í miðju rími,
heldur valinn sá kostur að reikna mismun upphafspunkts annars vegar
og hæsta punkts, lægsta punkts eða miðpunkts hins vegar? í fyrsta lagi