Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 24
22
Ari Páll, Friörik, Margrét og Sigrún
komu ekki fram nein skil á milli orða heldur ein samfelld kúrfa fyrir
alla setninguna. í þessum setningum virtust skilin milli no. og núna
vera þar sem kúrfan hættir að rísa og var miðað við það í mælingum
okkar. Verður þetta látið nægja um einstakar mælingar á ítónunar-
sjánni.
Orðið, sem haft var til að mynda andstæðu við no., þ.e. atviksorðið
núna, kom mjög misjafnlega út á ítónunarsjánni þegar það bar áherslu.
Notuðu sumir hækkandi tón en aðrir lækkandi tón í lok atviksorðsins
og tengdist þetta atriði oftast því hvort um var að ræða hækkun grunn-
tíðni eða ekki í nafnorðinu í sömu setningu (þ.e. sem bar ekki áherslu).
Engar skipulegar mælingar voru gerðar á atviksorðinu og verður því
ekki hægt að fara nánar út í þetta samspil áherslu og áhersluleysis inn-
an hverrar setningar.
4.4.3 Lengdarmælingar
Við þennan þátt rannsóknarinnar var notaður hljóðrófsriti frá Kay
Elemetrics af gerðinni Sona-Graph 7029A.
Búin voru til hljóðrófsrit fyrir allar setningarnar sem valdar voru
(tæplega 400) í því skyni að geta mælt lengd sérhljóðsins og samhljóðs-
ins sem mynda áherslurímið í hveiju nafnorði. Þannig var t.d. á hljóð-
rófsriti, sem sýndi setninguna Ég sé senu núna, mælt [e:] og [n] í orð-
inu senu\ í setningunni Ég sé spennu núna voru mæld [e] og [n:] í
spennu, o.s.frv.
Á hljóðrófsritum kemur tíminn fram á láréttum ás. Til að draga
mörkin á milli hljóðanna voru því gerð þijú lóðrétt strik á hljóðrófsrit-
in (sjá t.d. mynd 3); eitt við mörk upphafssamhljóðsins og þess sér-
hljóðs sem ætlunin var að mæla, annað við lok þess sérhljóðs og upp-
haf samhljóðsins ([m] eða [n]) sem þá tekur við og einnig var ætlunin
að mæla, og loks hið þriðja við lok samhljóðsins og upphaf endasér-
hljóðsins. Þar með var búið að afmarka þau hljóð sem til stóð að gera
lengdarmælingar á.
Ekki var alltaf vandalaust að ákvarða mörkin á milli hljóðanna, en
tekin var sú stefna að gæta samræmis eins og kostur var og miða við
sömu vísbendingar í öllum tilvikum.
Við ákvörðun þess hvar væru mót hljóðanna var fyrst og fremst mið-
að við sérhljóðaformendur. Það skapaðist af því að formendur sér-
hljóða eru að öðru jöfnu auðséðir á hljóðrófsritum (sbr. Fant
1973:27—28). Þess má líka geta að Eiríkur Rögnvaldsson (1980:39)