Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 27
Um andstœðuáherslu í íslensku
25
5. Niðurstöður
5.1
í þessum kafla koma fram niðurstöður rannsóknarinnar. Fyrst er
fjallað um hveija fylgibreytu fyrir sig; grunntíðni (5.2), sérhljóðalengd
(5.3.1), samhljóðalengd (5.3.2) og hlutfallið milli hljóðkerfislega langra
hljóða og stuttra (5.3.3). Mælinganiðurstöður allra fylgibreytanna eru
settar fram í töflum, en að auki eru súlurit yfir grunntíðni, gröf yfir
lengd og myndir sem sýna hvernig samspil tveggja frumbreyta í senn
(frumbreyturnar eru atkvæðagerð, talhraði og andstæðuáhersla) hefur
eða hefur ekki áhrif á hveija fylgibreytu. Niðurstöður úr dreifigrein-
ingu koma fram í köflunum um hverja fylgibreytu, en þær sýna hvort
og þá hversu marktæk áhrif frumbreyturnar hafa á hveija fylgibreytu.
í 5.4 eru niðurstöðurnar dregnar saman. Þar má sjá að hve miklu
leyti þær koma heim og saman við tilgáturnar sem settar voru fram í
kafla 3.4.
5.2 Grunntíðni
Helstu niðurstöður okkar eru þær að grunntíðni hækkar við and-
stæðuáherslu, bæði í hröðu og hægu tali og í báðum atkvæðagerðun-
um, V:C og VC: Þetta sést á töflu 2. Hún sýnir hvemig grunntíðni
í nafnorðinu í setningunum hækkaði að meðaltali hjá hverjum einstök-
um hljóðhafa (1 — 10) í hinum átta mismunandi setningagerðum.
í töflu 2 eru gefnar meðaltalstölur (x) fyrir grunntíðnihækkun (í Hz'
hjá sérhverjum af hljóðhöfunum tíu. Gefið er meðaltal hvorrar
atkvæðagerðar fyrir sig (V:C og VC:), bæði í hröðu og hægu tali; það
eru (jórar gerðir. Síðan eru gefnar tölur um hverja gerð fyrir andstæðu-
áherslu og áhersluleysi (alls átta meðaltalstölur). Neðan við hverja
meðaltalstölu er gefið upp hvert staðalfrávikið (SF) er. Á bak við hvert
meðaltal liggja að jafnaði fimm mælingar, ef þær eru færri er það
sérstaklega merkt (2 = tvær mælingar, 3 = þijár mælingar, 4 = Ijórar
mælingar).
Neðst í töflunni má sjá heildarmeðaltöl allra hljóðhafanna ásamt
staðalfrávikum.
Ef litið er á meðaltalstölurnar frá hljóðhöfunum tíu sést að grunn-
tíðnihækkunin er alltaf meiri þegar nafnorðið ber áherslu heldur en ef
það á að vera áherslulaust. Hækkunin í áherslu er að meðaltali 33.7
Hz, en mest er hún í hægu tali eins hljóðhafans (nr. 6) í atkvæðagerð-