Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 30
28
Ari Páll, Friðrik, Margrét og Sigrún
ar tákna áherslu, en hinar ljósu áhersluleysi). Meðalhækkun grunn-
tíðni í áherslu er 33.7 Hz, en í áhersluleysi er hún einungis 8.4 Hz.
Þessi munur er mjög vel marktækur (F(1.9) = 49.14; p < 0.001). Þetta
kemur heim og saman við tilgátur okkar, sem m.a. voru byggðar á nið-
urstöðum Magnúsar Péturssonar og Höskuldar Þráinssonar (sbr. 3.4).
Að vísu sést líka að einhver hækkun grunntíðni á sér stað í áherslu-
lausu nafnorðunum. Hér virðist vera nokkur munur á einstaklingum,
eins og áður sagði, sumir hafa tilhneigingu til að hækka grunntíðni í
áherslulausum nafnorðum (að vísu alltaf minna að meðaltali en í
áherslunni), en aðrir gera minna af því, og lækka hana jafnvel í
áhersluleysinu.
Mynd 5.
Samspil
atkvæðagerðar
og talhraða
Mynd 6.
Samspil
atkvæðagerðar
og áherslu
Mynd 7.
Samspil
talhraða og
áherslu
(ai = V:C, a2 = VC:; bi = hratt, b2 = hægt; ci = + áhersla, C2 = - áhersla)
Samspil atkvæðagerðar og talhraða. í ljós kemur að samspil at-
kvæðagerðar og talhraða hafði ekki marktæk áhrif á grunntíðnina.
Þetta samspil er sýnt á mynd 5, en þar eru línumar nánast samhliða.
Þegar um er að ræða atkvæðagerðina V:C (ai) er hækkunin að meðal-
tali 18.3 Hz í hröðu tali (bi), en 21.8 Hz í hægi tali (b^). í atkvæðagerð-
inni VC: (a2) er hækkunin að jafnaði 21.4 Hz í hröðu tali (bi) og 22.8
Hz í hægu tali (b2).
Þetta sýnir að það er sama um hvora atkvæðagerðina er að ræða, tal-
hraði hefur því sem næst jafnlítil áhrif í þeim báðum. Áhrifin eru ekki
marktæk (F( 1.9) = 0.31).
Samspil atkvæðagerðar og áherslu. í ljós kemur að samspil atkvæða-
gerðar og áherslu hafði ekki marktæk áhrif á grunntíðnina (F( 1.9) =