Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 36
34 Ari Páll, Friðrik, Margrét og Sigrún
ur á áherslu og áhersluleysi) við ai en við a2 falla línurnar nánast sam-
an.
Niðurstöðumar staðfesta enn frekar tilgátur okkar um mismikla
lengingu hljóðkerfislega langra og stuttra sérhljóða.
Samspil talhraða og áherslu reyndist ekki hafa marktæk áhrif á
sérhljóðalengd (F( 1.9) = 2.45). Þetta kemur fram á mynd 10, þar sem
línumar liggja nánast samsíða. Munur á lengingu sérhljóðs í áherslu er
svipaður í hröðu tali og hægu. Meðaltal sérhljóðalengdar í hröðu tali er
95.8 ms í áherslu og 77.7 ms í áhersluleysi (munurinn er 18.1 ms).
Samsvarandi tölur fyrir hægt tal em 118.8 ms í áherslu og 98.0 ms í
áhersluleysi (munurinn er 20.8 ms). Við höfðum ekki sett fram neinar
tilgátur varðandi samspil talhraða og áherslu.
Samspil atkvæðagerðar, talhraða og áherslu. Samspil fmmbreytanna
þriggja reyndist vera marktækt (F(l.9) = 9.56; p < 0.05).
5.3.2 Samhljóðalengd
Hér er rétt að rifja upp að samhljóðin sem niðurstöðurnar byggja á
eru [m(:)j og [n(:)j.
Helstu niðurstöður okkar um samhljóðalengdina eru þessar: Sam-
hljóð lengist við andstæðuáherslu og samhljóð lengist í hægu tali. Þetta
gerist hvort sem samhljóð er hljóðkerfislega langt eða stutt, þ.e. gerist
bæði í VC: og V:C, þó lengingin sé alltaf sýnu meiri í VC:. Hljóðkerfis-
lega stuttu samhljóðin hegða sér þannig öðruvísi en hljóðkerfislega
stutt sérhljóð, sem eins og fram kom í 5.3.1 lengjast nánast ekkert við
andstæðuáherslu og lítið í hægu tali.
Niðurstöður um samhljóðalengd koma fram í töflu 4 og á gröfum
1—2. Tafla 4 er byggð upp á sama hátt og töflur 2 og 3 fyrir grunntíðni
og sérhljóðalengd og skýrir sig að mestu sjálf. Ef litið er á einstaka
hljóðhafa og bomar saman tölur fyrir áherslu og áhersluleysi, og tölur
fyrir hratt og hægt tal, sést að það er dálítið breytilegt bæði hve löng
samhljóðin em hjá hveijum og einum og eins hitt í hve miklum mæli
hver og einn lengir samhljóðið við áherslu og í hægu tali. Jafnvel má
finna í töflunni Qögur tilvik þar sem brotið er gegn heildarstefnunni
þótt í litlum mæli sé; hljóðhafi nr. 1 hefur örlítið styttri samhljóð í
áhersluleysi í hægu tali en hröðu, hljóðhafi nr. 4 styttri samhljóð í
hægu tali í áherslu en í áhersluleysi og hljóðhafar nr. 7 og 10 styttri
samhljóð í atkvæðagerðinni V:C í hröðu tali með áherslu en í áherslu-