Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 40
38
Ari Páll, Friðrik, Margrét og Sigrún
sem fengnar væru með þessari deiliaðferð. Þetta verður nú reynt að
sýna með ímynduðu dæmi.
ímyndum okkur að við séum að athuga áhrif andstæðuáherslu á
hlutfallið V/C í atkvæðagerðunum V:C og VC:. Við gefum okkur að í
áhersluleysi séu sérhljóð og samhljóð jafnlöng að meðaltali í báðum
atkvæðagerðum (100 ms) og hlutfallið þ.a.l. 1.00, þ.e. V: = 100, C =
100 og V/C = 1.00; V = 100, C: = 100 og V/C = 1.00. í andstæðuáherslu
gerist það hins vegar að í atkvæðagerðinni V:C lengist sérhljóðið að
meðaltali um 50 ms (50%) en samhljóðið er óbreytt, þ.e. V: = 150, C =
100 og V/C = 1.50.1 atkvæðagerðinni VC: lengist samhljóðið hins veg-
ar að meðaltali um 100 ms (100%) en sérhljóðið er óbreytt. þ.e. V =
100, C: = 200 og V/C = 0.50. Ef við viljum nú fá að vita hvort einhver
munur er á hlutfallinu í andstæðuáherslu og í áhersluleysi þá sjáum við
að hlutfallið er að meðaltali 1.00 bæði í áhersluleysi (1.00 + 1.00/2 =
1.00) og í andstæðuáherslu (1.50 + 0.50/2 = 1.00)! Samkvæmt þessu er
að meðaltali enginn munur á hlutfallinu í andstæðuáherslu og áherslu-
leysi þrátt fyrir að það breytist mjög við andstæðuáherslu í báðum at-
kvæðagerðum í þessu ímyndaða dæmi!
Sú aðferð sem hér hefur verið lýst getur því gefið alranga mynd af
þeim breytingum sem verða á hlutfallinu við andstæðuáherslu.
5.3.3.2
Vegna efasemda um ágæti þeirrar deiliaðferðar sem drepið var á hér
að framan og til að geta borið saman muninn á löngum hljóðum og
stuttum svo að úr því fengist skorið hvort tilgátur okkar í 3.4 væru rétt-
ar, var brugðið á það ráð að deila alltaf með hljóðkerfislega stuttu
hljóði í langt, þ.e. að deila með lengd samhljóðs í lengd sérhljóðs í
atkvæðagerðinni V:C en með lengd sérhljóðs í lengd samhljóðs í at-
kvæðagerðinni VC:. Niðurstöður úr þessum deilingum er að finna í
töjlu 5. í heild má segja að bæði talhraði og andstæðuáhersla hafi mark-
tæk áhrif á hlutfallið milli langra hljóða og stuttra en áhrifin eru mis-
munandi eftir atkvæðagerðum.
Ahrif frumbreyta á hlutfall hljóðkerfislega langra hljóða og stuttra.
Atkvæðagerð. Engar tilgátur höfðu verið settar fram um það hvort
hlutfallið milli langra hljóða og stuttra væri mismunandi eftir atkvæða-
gerðum. Að vísu reyndist hlutfallið töluvert mismunandi, þ.e. 1.64 í
V:C og 2.00 í VC:, en sá munur er ekki marktækur (F(1.9) = 5.05).