Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 42
40
Ari Páll, Friðrik, Margrét og Sigrún
hlutfallinu í andstæðuáherslu og áhersluleysi (F(1.9)= 19.20; p < 0.01):
1.62 í áhersluleysi en 2.03 í andstæðuáherslu, þ.e. munurinn á löngum
hljóðum og stuttum er meiri í andstæðuáherslu en áhersluleysi.
Samspil atkvæðagerðar og talhraða. Talhraði reyndist hafa töluvert
meiri áhrif á hlutfallið milli langra hljóða og stuttra í atkvæðagerðinni
VC: en í V:C, eins og sést á mynd 14. í atkvæðagerðinni VC: (a^) er
Mynd 14.
Samspil
atkvæðagerðar
og talhraða
langt/stutt
ms/ms
1.0
0.5
0.0 --------------------------------
Qi Qi
Mynd 15.
Samspil
atkvæðagerðar
og áherslu
0.0 ----------*---------------
Q i Q 2
Mynd 16.
Samspil
talhraða og
áherslu
(ai = V:C, a2 = VC:; bi = hratt, Ö2 = hægt; ci =+áhersla, C2 = -áhersla)
hlutfallið 1.85 í hröðu tali (bi) en 2.16 í hægu (b^), þ.e. þar er munur á
löngum hljóðum og stuttum mun meiri í hægu tali en hröðu. í
atkvæðagerðinni V:C (ai) er hins vegar nánast enginn rrtunur, 1.65 í
hröðu tali (bi) en 1.64 í hægu (b^), þ.e. munurinn á löngum hljóðum og
stuttum er örlítið meiri í hröðu tali en hægu. Þarna er um að ræða
marktækan mun á atkvæðagerðum (F( 1.9) = 18.15; p < 0.01)
Samspil atkvæðagerðar og áherslu. Andstæðuáhersla reyndist, eins
og hægt tal, hafa mismunandi áhrif á hlutfallið milli langra hljóða og
stuttra eftir því um hvora atkvæðagerðina var að ræða, eins og sést á
mynd 15. í atkvæðagerðinni V:C (ai) er hlutfallið 1.51 án áherslu (C2)
en 1.78 í andstæðuáherslu (ci), þ.e. munurinn á löngum hljóðum og
stuttum er nokkuð meiri í andstæðuáherslu. í atkvæðagerðinni VC: (a^)
er hlutfallið 1.74 án áherslu (02) en 2.27 í andstæðuáherslu (ci), þ.e.
munurinn á löngum hljóðum og stuttum er mun meiri í andstæðu-