Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 75
GUÐRÚN KVARAN OG SIGURÐUR JÓNSSON
Breytingar á nafnvenjum íslendinga
síðustu áratugi
1.Inngangur
í þessari grein er ætlunin að birta fyrstu drög að könnun á nafnvenj-
um íslendinga og breytingum á þeim síðustu áratugi. Heimildir, sem
stuðst er við, eru fæðingamúmeraskrá þjóðskrárinnar 1. desember
1982 í tölvutæku formi og ýmsar tölvuskrár, sem unnar hafa verið upp
úr henni.
í fæðingamúmeraskrá þjóðskrárinnar eru nöfn um 250 þúsund ein-
staklinga ásamt heimildum um m.a. kynferði, fæðingarár, númer fæð-
ingarsveitarfélags og búsetusveitarfélags. Inn í skrána eru færðir talsvert
fleiri einstaklingar en skráðir eru íslenskir ríkisborgarar 1. desember
það ár. Munar þar um það bil 15000 einstaklingum, og liggur munur-
inn einkum í því að inni í skránni eru m.a. þeir sem dóu 6—8 árin á
undan og einnig þeir sem fluttu af landi brott á sama tímabili. Þrátt
fyrir þessa skekkju ætti þjóðskráin að vera allgóð heimild um nafnsiði
íslendinga.
Þegar farið er að vinna með þjóðskrána koma í ljós ýmsir annmarkar
sem rýra nokkuð heimildargildi hennar til nafnfræðiathugana. Saga
þjóðskrárinnar í véltæku formi er í stuttu máli sú að hún var árið 1952
skráð á gataspjöld sem vélar gátu raðað. Notuð voru spjöld sem höfðu
rúm fyrir 80 bókstafa upplýsingar um hvem einstakling. Þetta tak-
markaða rúm leiddi til þess að nafnsvið spjaldsins, þ.e. sá hluti þess
sem nafn viðkomandi var skráð á, var aðeins 23 stafir. Þeir sem hétu
nafni, sem tók meira rúm en 23 bókstafi með föðumafni/ættarnafni
(bil meðtalin), fengu nafn sitt ekki að fullu skráð í þjóðskrána. Tölvur
voru teknar hér í notkun við vinnslu þjóðskrár árið 1964, en skráning
gagna hefur ekkert breyst hvað nafnsvið varðar. Breytinga til batnaðar
mun þó að vænta hvað líður.
Ef nafn reynist lengra en 23 bókstafir er byijað á að stytta föðumafn,
-son eða -dóttir í -5 eða -d. Það hrekkur oft ekki til, ef viðkomandi
heitir tveimur eða fleiri nöfnum. Þá er annað nafn stytt, skammstafað