Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 76
74
Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson
með einum bókstaf eða fellt brott. Sömu örlög hlýtur þriðja (og ijórða)
nafn, ef um það er að ræða. Skammstafanir, sem voru einn stafur, A, B,
C o.s.frv., reyndust t.d. vera rúmlega 21.000 eða um 21% allra nafna
annarra en einnefna eða aðalnafns. Þetta rýrir auðvitað heimildargildið
verulega. Á hitt ber þó að líta að fyrsta nafn hvers einstaklings, ein-
nefni eða aðalnafn, er nær ætíð óskert svo að við höfum traustar heim-
ildir um það.
Annað atriði sem veldur skekkju er að í þjóðskránni eru ekki allir ís-
lenskir broddstafir og engir erlendir sérstafir. Hagstofa Islands hefur á
sínum tölvukosti hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar
broddstafina á og é en vantar alveg í, ó, ú og ý. Þegar aðrir fá afrit af
nafnaskrám þjóðskrárinnar yfir á tölvur, t.d. Reiknistofnun Háskólans,
tapast þessir tveir broddstafir sem til eru af tæknilegum ástæðum. Ása
heitir þá Asa, Bára heitir Bara, og nöfn sem t.d. hafa Arn-/Árn-, Þor-
/Þór- sem forliði verða ekki greind að, Arndis/Árndís, Þorleifur/Þór-
leifur, Þorbergur/Þórbergur, o.s.frv. Sama gildir um erlend nöfn í
þjóðskránni sem að réttu lagi eiga að ritast með 0, á, á, u o.s.frv. Allar
konur í landinu, sem kenna sig til föður með endingunni -dótlir, fá
nafn sitt rangt ritað (-dottir).
Lítið hefur verið ritað um íslensk mannanöfn á síðustu þremur ára-
tugum, m.a. vegna þess að aðgengilegar heimildir hefur vantað (sjá þó
Hagstofa Islands. 1981. Nafngjafir 1960 og 1976). Því má segja að
þjóðskráin sé kjörin til að bæta úr þeim heimildaskorti enda hagræði
að því að hafa hana í tölvutæku formi. Með henni er hægt að brúa bilið
frá því er bók Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra sleppir (sjá Þor-
stein Þorsteinsson 1961, 1964).
Eins og fram hefur komið hefur þjóðskráin í núverandi gerð ýmsa
galla sem leiðrétta verður við frekari úrvinnslu efnisins. Við teljum að
hún gefi þó allgóða mynd af nafnvenjum íslendinga og munum því
skýra frá þeim athugunum sem við höfum gert á tíðni kvenmanns- og
karlmannsnafna eftir því hvort þau eru í fyrsta eða öðru sæti, en einnig
eftirtímabilum og kjördæmum.
2. Athugun á tíðni karlmanns- og kvenmannsnafna miðað við þjóð-
skrána 1982
2.1
Hér verður gerð grein fyrir fyrstu niðurstöðum athugana á tíðni karl-
manns- og kvenmannsnafna í þjóðskránni 1982. Vísum við í sex töflur,