Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Qupperneq 77
75
Breytingar á nafnvenjum íslendinga
sem fylgja hér á eftir, þijár fyrir hvort kyn. Fyrsta taflan sýnir skrá yfir
50 algengustu karlmannsnöfn í þjóðskránni 1982 ásamt fjölda nafn-
bera. Einnig sýnir taflan, hvemig þessi nöfn skiptast í fyrsta og annað
nafn, svo og tíðnitölu nafnanna í hvoru tilviki. Loks sýnir taflan í öft-
ustu dálkunum tveimur þau 50 nöfn sem eru algengust sem fyrsta og
annað nafn 1982.
2. tafla sýnir 50 algengustu karlmannsnöfn í þjóðskránni og skipt-
ingu þeirra eftir tímabilum, þ.e. Qölda nafnbera hvers nafns á tímabil-
inu fyrir aldamót (-1899), 1900-1909, 1910-1919, 1920-1929,
1930-1934, 1935-1939, 1940-1944, 1945-1949, 1950-1954,
1955-1959, 1960-1964, 1965-1969, 1970-1974, 1975-1979,
1980—1982. Þetta eru samtals fimmtán tímabil, sem skiptast niður í:
öll nöfn fyrir aldamót, þijú tíu ára tímabil fram að 1930 og fimm ára
tímabil eftir það, nema hvað síðasta tímabilið tekur aðeins yfir þrjú ár.
Fyrstu fjögur tímabilin eru höfð svona stór þar sem fáir eru á skrá
fæddir fyrir aldamót, og farið er að fækka í fyrstu árgöngum þessarar
aldar. Hins vegar var talið líklegra að breytinga væri að vænta á nafna-
forðanum um og eftir 1930, svo að bilin eru minnkuð niður í fimm ár.
Til frekari glöggvunar fylgir raðtala hverju nafni sem sýnir tíðniröð
þess á hveiju tímabili.
Þriðja taflan sýnir 50 algengustu karlmannsnöfn í þjóðskránni 1982
og skiptingu þeirra eftir kjördæmum. Þó er Reykjavík og Reykjanesi
skipt í þrennt, þ.e. Reykjavík, Reykjavík og nágrenni og Reykjanes.
Þetta er gert af hagkvæmnisástæðum við tölvuvinnslu, þar sem öll
sveitarfélög, sem hafa sama fyrsta tölustaf í svæðisnúmeri, eru flokkuð
saman. (Þannig fær Reykjavík 0 sem fyrsta staf, en nágrenni Reykja-
víkur, þ.e. Seltjarnarnes, Garðabær, Kópavogur, Hafnarljörður og
Kjósarsýsla, stafinn 1. Reykjanes fær tölustafinn 2, þ.e. Gullbringu-
sýsla, Keflavík, Grindavík og Njarðvík.) Hverju nafni fylgir raðtala
þess á hverju svæði.
4.-6. tafla hafa að geyma sömu heimildir um kvenmannsnöfn og
1.-3. tafla um karlmannsnöfn. Hugum nú að hverri (öflu sérstaklega.
2.2. Athugun á tíðni karlmannsnafna
2.2.1 Karlmannsnöfn flokkuð eftir sæti fyrsta og annars nafns
Þegar nöfn í fyrsta og öðru sæti eru borin saman kemur í ljós að
meðal 50 algengustu nafna í öðru sæti eru 20, sem ekki komast í hóp