Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Qupperneq 78
76
Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson
50 algengustu nafna í fyrsta sæti. Séu þessi nöfn skoðuð betur má sjá,
að nöfn í öðru sæti eru mörg 3 — 5 stafir að lengd, einkvæð eða tví-
kvæð. Nöfnin í fyrsta sæti eru hins vegar flest Qögurra stafa eða lengri,
tvíkvæð eða þríkvæð. Stuttu nöfnin eru því dæmigerð fyrir annað sæti.
Má þar benda á nafnið Þór, sem er í fyrsta sæti sem annað nafn, en í
89. sæti sem fyrsta nafn. Sama gildir um nafnið Már. Það er í 215. sæti
sem fyrsta nafn, en í þriðja sæti sem annað nafn. Nafnið Freyr kemst
ekki á lista yfir 50 algengustu nöfn í þjóðskránni 1982, en er samt
níunda algengasta nafn í öðru sæti, en 238. nafn í fyrsta sæti. Nafnið
Hólm er í 37. sæti sem annað nafn, en aðeins einn maður ber það sem
fyrsta nafn.
Einkennandi fyrir fyrsta nafn eru nöfn eins og Guðmundur, sem er
þar í þriðja sæti, en í 84. sæti sem annað nafn. Einnig má benda á nöfn
eins og Haraldur, Jóhannes og Sigurjón, sem eru meðal 30 algengustu
nafna í fyrsta sæti en lenda á bilinu 101 — 157 í öðru sæti.
2.2.2 Karlmannsnöfn flokkuð eftir tímabilum
í 2. töflu eru sýnd 50 algengustu karlmannsnöfn í þjóðskránni 1982
og skipting þeirra eftir tímabilum. Ef borin eru fyrst saman öll nöfn í
þjóðskránni við nöfn fyrir aldamót má sjá að níu þeirra komu ekki fyr-
ir fyrir aldamót, en 35 algengustu nöfnin 1982 og fyrir aldamót eru hin
sömu. Sýnir það ekki lítinn stöðugleika í nafnaforðanum.
Þegar bornar eru saman breytingar á 50 algengustu nöfnunum milli
tímabila kemur í ljós að þær eru ekki miklar. 5—9 nöfn fara út og inn
af listanum milli tímabila til 1949. Frá 1950 til 1979 eru breytingamar
3—6 nöfn milli tímabila (3 nöfn 1950 — 54 og 1955 — 59). Á árunum
1980—82 koma hins vegar níu ný nöfn í hóp 50 algengustu nafna.
Hafa ber í huga að þetta tímaþil er aðeins 3 ár eins og áður er sagt og
gæti það haft einhver áhrif á nafnatíðnina, en einnig hitt að í þessum
hópi eru u.þ.b. 700 óskírðir drengir. Ef nöfn þeirra væru með gætu þau
breytt eitthvað niðurstöðum um nafngiftirá þessu tímabili.
Af einstökum nöfnum má nefna að Ingi, Þór og Örn komast í hóp
50 algengustu nafna 1930—34 en Jón má þoka úr fyrsta sæti fyrir Þór
1965 — 79. Nafnið Freyr kemst í hóp 50 algengustu nafna 1965—69, er
í ellefta sæti 1980—82, en í 54. sæti í þjóðskránni 1982. Af öðrum
nöfnum, sem ekki komast í hóp 50 algengustu nafna í þjóðskránni, en
eru yfir mörkunum 1975—82, má nefna: Atli, Andri, Daníel, Fannar,
Kári, Óli, Valur, Viðar.