Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Side 80
78
Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson
1920—29 og í 5. sæti 1930 — 34. Erna, sem er í 209. sæti 1920—29 er
komin í 18. sæti 1930—34. Kolbrún er í 210. sæti 1920—29 en er
komin í 21. sæti 1935—39. Athyglisvert er að fylgjast með nafninu
Björk. Það er í 254. sæti 1900—1909, en vinsældir þess aukast jafnt og
þétt þar til það kemst í fyrsta sæti 1980—82. Ósk er í 56. sæti
1950—54 en er komin í 18. sæti 1965—69.
Mörg vinsæl nöfn komast ekki inn á töfluna þar sem þau eru ekki
meðal 50 algengustu nafna í þjóðskránni. íris t.d. er í 55. sæti
1965 — 1969 en kemst í 23. sæti 1970—74. Sif er í 62. sæti 1965—69
en fer í 35. sæti 1970—74. Ýr er í 90. sæti 1970—74 en fer í 48. sæti
1975—79. Vinsæl nöfn í öðru sæti eins og Rut, Dögg, Rós, Hrund,
Tinna, Rún, Ösp komast í hóp 50 algengustu nafna á árunum
1970-1982.
2.3.3 Kvenmannsnöfn flokkuð eftir kjördæmum
Eins og sjá má af þessari töflu er lítill munur á tíðni allra algengustu
kvenmannsnafna eftir landshlutum. Þó nær t.d. nafnið Björk, sem er í
9. sæti í Reykjavík, aðeins 33. sæti á Austurlandi og 36. sæti á Suður-
landi. Linda, sem er í 41. sæti í Reykjavík og á Reykjanesi, kemst
aðeins í 124. sæti á Austurlandi, í 100. sæti á Vestfjörðum og í 91. sæti
á Norðurlandi vestra. Edda kemst í 32. sæti í Reykjavík en aðeins í
106. sæti á Austurlandi og 77. sæti á Suðurlandi. Guðmunda, sem ekki
kemst á meðal 50 algengustu kvenmannsnafna yfir landið allt, er hins
vegar í 18. sæti á Vestfjörðum. Sama er að segja um nafnið Sigurlaug.
Það er í 11. sæti á Norðurlandi vestra. Hólmfríður er í 54. sæti yfir
landið allt en í 14. sæti á Norðurlandi vestra og 16. sæti á Norðurlandi
eystra. Stefanía er í 19. sæti á Austurlandi og Ágústa í 26. sæti á Suð-
urlandi, en hvorugt nafnanna er meðal 50 algengustu yfir landið allt.
Iris er í 75. sæti yfir landið en kemst aðeins í Reykjavík í hóp 50
algengustu nafna. í Reykjavík og nágrenni kemst nafnið í 59. sæti, ann-
ars staðar á landinu yfirleitt ekki í hóp 100 algengustu nafna.
3. Lokaorð
Hér að framan hefur verið greint stuttlega frá fyrstu niðurstöðum
athugunar á nafnvenjum íslendinga eins og þær birtast í þjóðskránni
1982. Þar kemur í ljós að um 2/3 af 50 algengustu nöfnunum 1982 eru
hin sömu og um aldamótin. Sé hins vegar litið til skiptingar nafnanna
eftir tímabilum kemur í ljós að á síðustu 15—20 árum hafa stutt nöfn