Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 114
112
Margrét Jónsdóttir
skeyti þar sem önnur tannhljóð fara á undan -r- og viðskeyti með röð-
unum tannhljóð + -n-, -m- eru naumast nokkur. Um hugsanlegar
ástæður þess verður ekki fjölyrt frekar hér.
1.1.1
í íslensku eru allmörg orð með ‘hreinu’ t/-viðskeyti. Með ‘hreinu’ er
hér átt við að rót hafi endað á sérhljóði og viðskeyti verið aukið beint
við hana. Verður nánar vikið að því í 1.2. Þegar rót/stofn endaði á
samhljóði bættist hins vegar stofnmyndunarsérhljóð við á undan við-
skeytinu. Þannig kemur fram viðskeytið - VldV-, sbr. germ. *hab-é-
öla-, ísl. hafald og að líkindum orð eins og sáld, högld og snœlda. Verð-
ur vikið að orðum sem þessum í 3.1 og 3.2. Hér virðist vera um að
ræða nýja reglu og til samanburðar má t.d. taka breytingu þá sem varð
á myndun lýsingarháttar þátíðar. Orð eins og mold og kaldur eru t.d.
gamlir lýsingarhættir; þar var viðskeyti skeytt beint við rót. Síðan varð
sú breyting á að stofn kemur í rótar stað; sbr. muliðr (-» mulinn). Við-
skeytið - VldV-, þar sem tannhljóð og -/-hafa skipt um sess, er útbreitt
bæði í fornensku og forníslensku. í fomháþýsku virðast samsvarandi
orð með þessu viðskeyti hafa færst í beygingarflokk /a-stofna og þar
virðist -þl-/-ðl- hafa orðið að -fl-/-bl- (sbr. Meid 1967:187—188).
Þróunin -þl- -» -fl- væri þá hin sama og í framstöðu, sbr. fliohan, gotn.
þliuhan, sé fl- í þýska orðinu orðið til úr þl-.
í norrænu hefði fyrir fram mátt búast við afbrigðinu - VþlV-. Með
hliðsjón af dæmum á borð við mál, nál, sbr. 1.2, hefði þar mátt búast
við brottfalli tannhljóðs. Ekki er útilokað að slík mynd liggi til grund-
vallar ýmsum viðskeytum í norrænu (-ala-, -alo- o.s.frv.). Engin óyggj-
andi dæmi eru þó um slíka þróun í norrænu og um varðveislu slíks
forms viðskeytisins er naumast að ræða í öðrum forngermönskum mál-
um, sbr. þó fhþ. driscufli.
1.1.2
Þegar indóevrópskt -tl- bættist við stofn, sem endaði á tannhljóði,
hefði mátt búast við að -t- lengdist í fyrstu. Raðir eins og -ttl-, -ttr-
virðast hins vegar hafa verið ósamrýmanlegar indóevrópsku hljóðafari
og í slíkum tilvikum hefur -t- styst þegar á indóevrópsku stigi:
*sed+tlo- -» *settlo- -» *setlo-. í germönsku varð þróunin því hin sama
og í orðum þar sem -tl- var skeytt við sérhljóð. (Sjá nánar um slíka
þróun í Meid 1967.)