Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 117
Um afdrif indóevrópsks -tl- í germönsku
115
þar til orða Bugges. (Að því er uppruna þessa orðs varðar hefur Meid
(1967:188) raunar sett fram þá uppástungu að germönsk mynd orðsins
hafi verið *saihaðla.)
Luick (1964:843) leggur að jöfnu brottfall germansks -þ- í orðum
eins og fe. mæl og fhþ. mahal, og raunar fomsaxnesku líka. Áður hafði
Weyhe (1905:72—74) sagt að brottfall önghljóðsins á undan -ld-,
mceþlan — mældi, og lenging sérhljóðsins gæti skýrt tilurð orða eins og
mæl. Luick tekur undir þessa kenningu að einhveiju leyti en telur
hana þó ekki nægjanlega. Aðrir, eins og t.d. Hirt (1931:82) og Krahe
(1969:116—117), tala um breytinguna -þl—> -hl- sem hveija aðra
hljóðbreytingu en tengja hana ekki brottfalli. Þessa breytingu er erfitt
að tímasetja en benda má á breytinguna úr germ. -þ- í -d- í þýsku. Sú
breyting hófst í suðri og breiddist til norðurs. í mörgum mállýskum og
frá ýmsum tímum eru dæmi um ritháttinn -dh- sem sýna að breytingin
í lokhljóð er enn ekki orðin til fulls (sbr. Braune 1967:160—167).
í nýlegri bók, Old English and the Continental Germanic Lan-
guages, Qallar Nielsen (1981:212) lítilega um þetta efni. Hann telur
ekki hægt að útiloka sameiginlega þróun í fomensku og norrænu í orð-
um eins og mæl og mál, enda þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð. (Raunar
má bæta því við hér að í nýlegri fornháþýskri orðabók er gefin orð-
myndin mál- mfl/ia/(Schtitzeichel 1981).)
2. Nokkur íslensk orð með -//-viðskeyti
2.1
Hér verður fjallað um nokkur orð í íslensku sem telja verður að séu
mynduð með ‘hreinu’ -tl-viðskeyti, germ. -þl-. Nafnorðin mál og nál
má taka sem skýringardæmi um þau orð sem einkum verður fjallað
um. Til skýringar koma orð úr öðrum málum.
2.1.1 máL tungumál’
Orðið er myndað af indóevrópsku rótinni *me-/m- með tl-við-
skeyti.4 Orðið er til í skyldum málum: gotn. maþþ fe. mceðel, mæl; fhþ.
mahal, mál.
4 Stundum er gert ráð fyrir indóevrópsku /d/ í rótinni: *ms(d)tlo-, sbr. t.d. Walde
(1927:304).