Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 118
116
Margrét Jónsdóttir
2.1.2 nál
Orðið á sér samsvörun í öðrum germönskum málum: gotn. neþla; fe.
nædl, nédl\ fhþ. nálda og *nádal. Rót orðsins er *né- og á sama hátt
og í orðinu mál bætist viðskeytið beint við rótina. Rótarsérhljóðið í nál
var langt og breyttist því ekki þegar -þ- hvarf, eins og í orðinu mál þar
sem sérhljóðið lengdist.
2.2
Auk fyrrgreindra orða er í íslensku nokkur hópur nafnorða myndað-
ur á sama hátt og orðin mál og nál og verður hér gerð nokkur grein fyr-
ir þeim.5
2.2.1 kál, kála\ véli, vélakind, vélasauður, ríll
í fyrmefndri grein Ásgeirs Blöndals Magnússonar (sbr. nmgr. 1) gerir
hann (1982:275—278) ráð fyrir -þl- í þessum orðum á germönsku stigi.
2.2.2 ból ‘staður, aðsetur’
Málfræðingar eru ekki á eitt sáttir um það hvemig skýra skuli þetta
orð. Alexander Jóhannesson (1956:605) o.fl. telja að í þessari merkingu
sé rétt að gera ráð fyrir *böþla eða *buþla og vísa þar til skyldra mála. í
fomensku er til bæði botl og bold og hafa ýmsir gert ráð fyrir að hér sé
um sama orð að ræða og ísl. ból. Sievers (1878:529) taldi að þetta orð
hefði haft stutt sérhljóð í stofni. Því mótmælti Ekwall (1917:82—91) og
vísaði til þess að ýmis ensk ömefni yrðu því aðeins skýrð að stofnsér-
hljóðið hefði verið langt. Því andmælti Campbell (1959:171).6
2.2.3 kíll
Sbr. einnig mhþ. kidel, kil, nú Keil ‘fleygur, geiri’. Sievers
(1894:340) leit svo á að kidel væri úr *kiþla- en kil úr *kiðla-, sbr.
5 Um fomháþýsk orð er farið eftir orðabók Schiitzeichels (1981) og miðháþýskar
myndir eru teknar úr Lexers (1959). Fomensk orð eru sótt í orðabók Clark Hall (1969);
þau miðensku í bók Stratmanns (1967). Oft er einnig tekið mið af bók de Vries (1962).
Hvergi er þó vísað sérstaklega til þessa nema sérstök ástæða sé til.
6 Alexander Jóhannesson (1956) og de Vries (1962) telja hins vegar báðir að ód/‘bæli’
sé af öðrum toga, sbr. fe. bœling, sbr. einnig fgr. plwleós. Vafi leikur á tilvist fornenska
orðsins og hljóðfræðilega stenst naumast að hér sé um samsvörun að ræða.