Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 119
117
Um afdrif indóevrópsks -tl- í germönsku
einnig Kluge (1967:362). Þessu eru þó ekki allir sammála og m.a. nefn-
ir de Vries (1962) að e.t.v. megi gera ráð fyrir tannhljóðslausu formi,
germ. *ke-.
2.2.4 skál
í Völundarkviðu er talað um þær skálar er undir skörum voru.
Freistandi væri að tengja orðið skál í þessari merkingu við þ. Schadel
‘hauskúpa’, germ. *skaþlo-, vegna merkingarinnar sem lögð er í orðið í
Völundarkviðu. Annars er yfirleitt gert ráð fyrir germ. *skélo-, sbr. þ.
Schale.
2.2.5 spíl(l), spíla, spíli ‘fleygur, tittur’
Mhþ. spidel, spedel; fe. spidel, spitl ‘teinn’, sbr. líka e. spittle sem er
annarrar merkingar. í þýsku er til orðið Speiler ‘spelka, tittur’. Af
þýsku og ensku má ráða að til hafi verið germ. *spiþla-. Orðið Speiler
kynni hins vegar skv. kenningu Sievers að benda til *spiðla-d
2.2.6 stál ‘stabbi, heystakkur’
I fræðibókum er oftast gert ráð fyrir því að þetta orð sé myndað með
//-viðskeyti, þ.e. indóevrópska *ststlo-, *stá-, sbr. fhþ. stadal, fe. staðol
og stödl, lat. ob-staculum (sbr. Meid 1967:187). Hér mætti bæta við fe.
stæl = staðol og e.t.v. fhþ. stollo, germ. *stuðlon-, og kannski fleiri orð-
um. Meid (1967:178) og fleiri gera ráð fyrir að í indóevrópsku hafi ver-
ið til stofninn *stsdhlo-, sbr. lat. stabulum, og vilja draga nokkur germ-
önsk orð af þeim stofni svo sem fe. steall; fhþ. stal, stalles; ísl. stallur.
Eftir þessu ætti röðin -dhl- í indóevrópsku að gefa -//- í germönskum
málum en um þá hljóðþróun væri ofangreint orð í rauninni eina vitn-
ið. Prokosch (1939:86) tekur í sama streng og Meid; svo virðist sem
báðir byggi á latneska orðinu en þar er ótvírætt um hljóðrétta þróun að
ræða. Alexander Jóhannesson (1956:883) telur hins vegar að indóevr-
ópskt -In- liggi hér til grundvallar. Um þá hljóðþróun vitnar fjöldi
orða, sbr. fullur, ull og fleiri orð.8
7 Til er í þýsku no. Speichel. Það gæti bent til bæversks uppruna, sbr. Beichl tþíldur
og bila) í 3.1 og kynni að benda til indóevrópsks -tl-.
8 Ýmsir gera ráð fyrir því að röðin -dhl- hafi áður verið fyrir hendi í orðinu eldur.
Það er eitt beirra orða sem Sievers telur til í grein sinni (1894:339—340). f forngrísku
má finna sögnina aíthö ‘ég brenn’ og blandast engum hugur um að þar sé indóevrópskt