Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Side 120
118
Margrét Jónsdóttir
2.2.7 tál
Sbr. þ. Tadel ‘last, ávítur, galli’. Kluge (1967:766) telur þýska orðið
tökuorð úr lágþýsku. í fomháþýsku er til zádel (zádal\) ‘skortur, neyð’.
Á germönsku stigi virðist hugsanlegt að gera ráð fyrir myndinni
*téþla-. í fomháþýsku má einnig finna myndina zála ‘neyð, þrenging-
ar, hætta’; úr germönsku *téðlo- skv. kenningum Sievers. Vill de Vries
(1962) tengja saman fhþ. zála og fe. tál, tæl ‘ásökun, ósiður’ og ísl. tál
og er hann ekki einn um þá skoðun. Weyhe (1905:75) telur ólíklegt að
þessi orð séu skyld og bendir m.a. til ólíkrar merkingar þeirra.
2.2.8 vél, véli ‘stél’
Mhþ. wadel, nú Wedel ‘veifa, blævængur; skott, dindill’. Grunn-
merking virðist tengd hreyfingu, sbr. einnig þ. Wadel ‘tunglfasar’ og
e.t.v. wallen ‘ganga í öldum, ólga; fara pílagrímsför’ (sbr. Kluge
1967:830, 842). Miðháþýska varðveitir auk þess orðið wale ‘blævæng-
2.3
Sama viðskeyti kann einnig að vera fyrir hendi í nokkrum öðrum
orðum sem þó er erfiðara að fella nokkum úrskurð um; þar kann að
-dh- á ferðinni. Tvíhljóð hefur verið í rót orðsins eldur. Það hefur einhljóðast í íslensku
en varðveitist enn í austursænskum mállýskum. Sievers gerir ráð fyrir því að fe. ælan
(og þá væntanlega líka ál (Clark Hall 1969)) sé komið af *ail- en eldur og fe. æled (og þá
líklega æld (Clark Hall)) úr *ailiða-. Við þessa skoðun hans er ýmislegt að athuga. Sam-
anburður við grísku bendir til indóevrópsks -dh-; sá samanburður á sér auk þess ágæta
stoð í merkingu orðanna. Frá formlegu sjónarmiði mætti einnig hugsanlega skýra orðin
eldur og æld á þennan veg enda þott þau væru þá, ásamt stallinum, einstök í sinni röð.
Erfiðara væri að skýra orð eins og fe. æled vegna -e-. Skoðun Sievers gæti verið rétt að
þvi er varðar myndina æled; myndin æld kynni þá að vera sótt í aukaföll. Myndin eldr i
norrænu hefði þá fengið útlit sitt vegna synkópu. En þess eru einnig dæmi í ensku að
germ. -þ- falli á undan -/-. Mætti þá skýra myndirnar ælan og ál þannig og væri þar
komin hliðstæða við mæl.
í norskum handritum eru dæmi um ritháttinn mall (sbr. Holtsmark 1955). Erfitt er
að sjá hvað hér er á ferðinni en varla er þó að sjá að kenning Sievers eigi sér stoð í
þessu. Ekkert bendir heldur til indóevrópsks -dh-. Prokosch (1939:86) gerir ráð fyrir
áherslu á //-viðskeyti í orðum eins og mallus í þýskum latínutextum.
9 Fe. waðol gæti hafa merkt ‘flakkari, gangandi maður’ eða þá ‘fullt tungl’ (sbr. Clark
Hall 1969).