Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 122
120 Margrét Jónsdóttir
(1894:337) að fornenska orðið tengdist fremur þ. wallen, sbr. vél, véli í
2.2.7.
2.4
Af því sem hér hefur komið fram eru nokkrar meginlínur ljósar. í
norrænu hverfur tannhljóðið í germanska />/-viðskeytinu en lengd
atkvæðisins varðveitist. Það sama hefur einnig gerst í fomensku en
dæmin eru þar fá og athygli vekur að í þeim orðum er upphaflegt stutt
sérhljóð í stofni. Það á ekki við um íslensku, sbr. nál og hins vegar mál.
Og eins og minnst var á í 1.2.5 þá gæti hið sama verið að finna í fom-
háþýsku, sbr. mál. Það er þó að líkindum seinni þróun.
í 1.2.5 var vitnað til orða Nielsens um hugsanlega sameiginlega
þróun fornensku og norrænu er þetta varðar. Líta má svo á að um ný-
lundu sé að ræða sem a.m.k. tvö germönsk mál eiga sameiginlega. Hins
vegar eru fornenska og fornháþýska samferða um aðra nýlundu sem
eru samhljóðavíxl í viðskeytinu. Um ástæður þessara víxla er erfitt að
íjölyrða en víxl í viðskeytum eru alþekkt fyrirbæri.
Að frátöldum þeim orðum þar sem samhljóðavíxl hafa orðið, sbr.
3.1 og áfram, virðist engin orð vera að finna í íslensku með hinu radd-
aða afbrigði viðskeytisins sem að mati Sievers er að finna í vesturgerm-
önskum málum, sbr. 1.2.5.
3. Nokkur orð og orðapör með röðinni -Id- og -/-. Lítil greinargerð
3.1
3.1.1 bíldur (bildur), bíla
í orðabók Bjöms Halldórssonar er no. býla sem væntanlega á að vera
bila. í fornháþýsku eru til myndirnar bihal og (bil) billi ‘haki, öxi’, nú
Beil, í bæversku Beichb, í fomensku bill ‘sverð’. Bihal virðist gefa til
kynna langt stofnsérhljóð og indóevrópskt -//-; myndimar bill og (bil)
billi hefðu þá hvarfstig rótar og Vemersvíxl í viðskeytinu skv. skoðun
Sievers. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um þessi orð. Karstien
(1938:154—161) hélt því fram að merkingarlega og formlega væru
bildur (í fommáli einnig bildur) og fhþ. bihal alls óskyld orð. Mohr
(1938:161) varpaði hins vegar fram þeirri spurningu hvort formið bíld-
ur ætti sér skýringu í hljóðþróun sem þekkt er úr sænsku og vitnar til
umijöllunar Noreens um breytinguna llr -> lldr.
Með samanburði við fomháþýsku mætti draga þá ályktun að bila sé
myndað með löngu sérhljóði í stofni og //-viðskeyti: bíla — bihal, sbr.