Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 124
122
Margrét Jónsdóttir
Að líkindum er síðamefnda skoðunin ekki rétt. Bæði er það að -ðl-
helst að jafnaði í íslensku þar sem sérhljóð hefur farið á milli samhljóð-
anna fyrir synkópuskeið. Dæmi um að -ðl- verði -II- eru örfá, sbr.
frillœ, þar er að líkindum sérþróun og þar er ekki um lengingu stofnsér-
hljóðs að ræða eins og í mál. Annaðhvort hefur synkópa orðið fyrr í
þeim orðum eða þá hitt að ‘expressíf lenging hefur orðið. Sievers til-
færir orðið tröll sem dæmi um breytinguna -ðl—» -//- og endurgerir
*troðla-, sbr. troöa. í fomu máli var þó hvort tveggja til, tr<?ll og troll,
og virðist hljóðverpta myndin benda til Æ-hljóðvarps. Fleiri skýringar
eru á þessu orði, sbr. t.d. de Vries (1962).
3.2.1
Eins og fram kom í 1.2.5 virðist Sievers ekki hafa tekið með í reikn-
inginn sérhljóðsaukin viðskeyti í sambandi við raddaða afbrigðið, sbr.
hafald, högld o.fl. Sennilegt er að slíkt viðskeyti sé á ferðinni í orðinu
sáld < *saih+aðla- (sbr. Meid 1967:88). í orðunum bíldur og síld er
naumast hægt að gera ráð fyrir slíku. Orðið bíldur hefði þá átt að verða
*bjáldur o.s.frv.
3.2.2
skáld ‘ljóðasmiður’. Þetta orð hefur lengi vafist fyrir mönnum en í
fornu máli var lengd stofnsérhljóðsins á reiki. Noreen (1970:112) taldi
að í orðinu hefði upphaflega verið langt sérhljóð í stofni sem hefði get-
að styst. Ásgeir Blöndal Magnússon (1981:25) telur hins vegar að í
stofni hafi sérhljóðið verið stutt og skylt mlþ. schelden o.fl. orðum. í
orðinu skáld væri þá um að ræða lengingu stofnsérhljóðs á undan -/- +
samhljóði. Sá hópur veldur þó að jafnaði ekki lengingu, sbr. halda,
faldur o.fl.13
Sú uppástunga hefur einnig verið sett fram að í orðinu sé viðskeytið
-ald og hafa menn viljað endurgera það svo: *skaw+aðla-, sbr. þ.
schauen o.s.frv. Hreinn Benediktsson (1967—68:31—65) hefur sýnt
fram á að í fornu máli var lengd sérhljóða um skeið á reiki á undan
morfemaskilum. Hugsa mætti sér að mönnum hafi þá ekki verið með
öllu ljós morfemaskil í þessu orði og lengdin því orðið flöktandi — sé
ofangreind upprunaskýring með a/c/-viðskeyti þá rétt.
13 Ásgeir Blöndal Magnússon (1981:28) telur líklegast að skálcl ‘ljóðasmiður’ og skáld
‘Iönguhrogn’ sé sama orðið enda þótt hann fullyrði það ekki.