Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 149
Mál barna og hljóðkerfisfrœði
147
Eiríks Rögnvaldssonar (1984a, b) sem stingur upp á dálítið annarri
framsetningu en Höskuldur hvað varðar lýsingu aðblásturs; Eiríkur
tekurað hluta til upp þráðinn frá Kristjáni Ámasyni (1977; 1980a).
2.2 Kenningar Höskulds
Við skulum fyrst skoða greinargerð Höskulds Þráinssonar (1978a,
b) fyrir aðblæstri í orðum eins og kappi, hattur, hakka.' Hér gerir
Höskuldur ráð fyrir að baklæg gerð þessara orða sé #kappi#,
#hattYr#, #hakka# (sbr. líka Kristján Ámason 1977:499;
1980a:24). Síðan kemur til hljóðregla sem leiðir fram rétta yfirborðs-
mynd (=framburðarmynd). Þessa reglu setur Höskuldur fram á eftirfar-
andi hátt (1978a:33):
-hljóm -hljóm
-samf. -samf.
+þanið -♦ [h]/ +þanið
avaram. avaram.
þblaðm. þblaðm.
ynál. ynál.
Reglan segir einfaldlega að /p t k/ komi fram sem [h] á undan /p t k/,
þó þannig að myndunarstaður beggja lokhljóðanna í baklægri gerð sé
sá sami. Höskuldur bendir á (1978a:34) að betra sé að gera ráð fyrir
þættinum [+sperrt raddglufa] (hér eftir [sp.rgl.]) til þess að greina /p t k/
frá /b d g/.2 Helstu rök hans fyrir því em þau að á þennan hátt megi
gera grein fyrir afröddun (mállýskumun) á eðlilegan hátt (Höskuldur
Þráinsson 1978a:34).3 Regla (1) hérá undan lítur þá þannig út að í stað
[þanið] kemur [sp.rgl.].
' Ekki verða athugaðar kenningar Höskulds Þráinssonar (1978a, b) um aðblástur í
samböndunum /p t k/ + /1 n m/, þ.e. i orðum eins og opna, vatn og vakna, en það má
geta þess að hér gerir hann ráð fyrir að /p t k/ lengist á undan /1 n m/ og síðan verki
aðblástursreglan (regla (1)). Ekki eru allir á eitt sáttir hvað þessa hugmynd varðar (t.d.
Kristján Árnason 1980a:25). Helst hefur verið bent á að það sé stutta sérhljóðið á und-
an klösunum sem valdi aðblæstrinum. Síðar (í 2.3) munum við koma að hugmyndum
um löng sérhljóð í baklægri gerð sem síðan styttast og valda aðblæstri.
2 Með þessari breytingu er reglan tekin upp hjá Sigurði Konráðssyni (1983:168).
3 Hér er átt við framburð þann sem kallaður hefur verið raddaður-óraddaður fram-
burður (sbr. Björn Guðfinnsson 1964:17). Við komum aftur að þessu hér á eftir.