Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 150
148
SigurðurKonráðsson
Mögulegt er að hugsa sér að í stað [h] sé unnt að hafa eingöngu þátt-
inn [sp.rgl.].4 Þá kemur í ljós að það sem gerist í raun og veru í að-
blæstri er að munnþættir fyrri lokhljóðanna í /tt/, /pp/, /kk/ falla ein-
faldlega brott (þ.e. þau eru ekki [varamælt] eða [nálæg] o.s.frv.). Við
munum síðar sjá að þessi túlkun á aðblæstri sem hljóðkerfislegu ferli er
mjög eðlileg, og skýrir framburðarmyndir í barnamáli mjög vel (sjá 4.
kafla).
Næst skulum við skoða kenningu Höskulds Þráinssonar (1978b;
1980) um afröddun /1 m n r/ á undan /p t k/ í orðum eins og hjálpa,
varta, aumka, henti. Það kann að þykja dálítið undarlegt að tala um
afröddun þar sem allflestir íslendingar hafa hér órödduð hljóð en til-
tölulega fáir rödduð (sjá t.d. Bjöm Guðfinnsson 1964:18; Baldur Jóns-
son 1982; sbr. líka Ingólfur Pálmason 1983, og Kristján Ámason og
Höskuldur Þráinsson 1983).5 Er ekki nær að segja að sumir íslendingar
raddi /1 m n r/ í tilteknum samböndum? Þótt það skipti kannski ekki
máli í þessu sambandi má geta þess að venjulega er gert ráð fyrir að
afröddunin sé nýjung í íslensku (þ.e. síðari tíma hljóðbreyting, sjá t.d.
Hrein Benediktsson 1961—62). Hins vegar eru rökin fyrir því að gera
ráð fyrir rödduðum sneiðum í baklægri gerð þau helst að skipti koma
fram í beygingu orða þannig að fónemin koma fram ýmist rödduð eða
órödduð (t.d. fúl — fúlt; bein — beint; send — sent). Enn fremur hefur
verið sýnt fram á að á þennan hátt megi tengja hljóðferlin afröddun og
afblástur (þ.e. ekki kemur til fráblásið lokhljóð á eftir órödduðu hljóði,
t.d. *[s$ulkha] stúlka, og heldur ekki ófráblásið lokhljóð á eftir rödduðu
hljóði, t.d. *[sdulga] stúlka; sjá Höskuld Þráinsson 1978a:38—41;
1978b:535 — 537). Þessi túlkun hefur síðan verið viðurkennd í megin-
dráttum (sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson 1984a:56; Kristján Ámason
1980a:25) — og raunar fyrr, því t.d. Hreinn Benediktsson (1961—62)
gerir ráð fyrir að óraddaðir og raddaðir hljómendur séu stöðubundin
afbrigði sama fónemsins. Við munum því hér á eftir ganga út frá þeirri
4 Eiríkur Rögnvaldsson (1984a:55) gerir það, en að vísu er hans regla á margan hátt
öll önnur eins og við munum sjá á eftir (í 2.3).
5 Þótt rannsóknum þeirra Ingólfs Pálmasonar annars vegar og Kristjáns Árnasonar og
Höskulds Þráinssonar hins vegar á framburði Austur- og Vestur-Skaftfellinga sé ekki
beint að rödduðum framburði, geta þeir þess hvergi að hans verði þar vart. Það þarf þó
ekki að þýða að hann finnist ekki þar vegna þess að þeir gera aðallega grein fyrir hv-
framburði.