Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Side 151
Mál barna og hljóðkerfisfrœði
149
hugmynd að [1, r, m, n, ji, rj, þ] á undan /p t k/ séu rödduð í baklægri
gerð, en í 3. kafla verður málið tekið upp aftur og skoðað í ljósi fram-
burðar bama.
Sú hljóðkerfisregla sem þarf að koma til er afröddunarreglan, og lítur
svona út (regla (2), sjá Höskuld Þráinsson 1980:360; sbr. líka 1978b,
þar sem skýrt er samband afröddunar og aðblásturs):
(2)
-atkv. -samf.
+hljóm. -* [+radd.] / +sp.rgl.
Regla (2) segir að hljómendur séu bomir fram óraddaðir ([1, r, m, n, ji,
r)]) ef á eftir þeim fer /p t k/.6
Að lokum er nauðsynlegt að geta þess að þar sem borin eru fram
rödduð hljóð á undan /p t k/ eru lokhljóðin fráblásin en annars ekki
(sbr. t.d. Höskuld Þráinsson 1978b:536; Bjöm Guðfinnsson 1964:17;
Kristján Ámason 1980a:25).7 Þetta atriði er mikilvægt vegna þess að
Höskuldur Þráinsson (1978b:536; 1978a:38—40) tengir með þessu
þrjú hljóðferli: afröddun, aðblástur og afblástur. Það er sem sagt gert
ráð fyrir því að lokhljóðin, bæði í hattur og henti, séu „fráblásin“ í bak-
lægri gerð. Þetta er merkt með þættinum [+sp.rgl.]. Aðblástur og af-
röddun koma svo til vegna þess að í raun og veru flyst þessi þáttur
fram fyrir lokhljóðið sem veldur þá ýmist aðblæstri eða afröddun.
Hvemig þetta gerist nákvæmlega er ekki nauðsynlegt að fara út í héma
(sjá nánar tilvitnanir hér á undan).
Við skulum næst snúa okkur að hugmyndum Eiríks Rögnvaldssonar
(1984a, b) um aðblástur.
6 Hér er ekki tekið fram neitt um að /r/ sé óraddað líka á undan /s/ (í t.d. árs [aurs]).
Benda má á að Eiríkur Rögnvaldsson (1984a:56) fellir þessa hljóðreglu inn í reglu (2),
og vísast til hans um þetta.
7 Þó er rétt að benda á að í e.k. „ofvöndunarframburði" má heyra framburð á borð
við [sdulkha] stúlka og [sdElpha] sielpa. Frávik á borð við þessi má líklega skýra á þann
hátt að viðkomanda er óraddaður framburður eðlilegur en af einhverjum ástæðum
langar hann til þess að bera fram „upp á norðlensku". Hann veit að lokhljóðið er frá-
blásið í þessum orðum og hefur það réttilega fráblásið en hefur ekki áttað sig jafn vel á
að /1/ (0g /m n/) verða að vera rödduð til þess að fráblástur geti komið fram í máli
þeirra sem er þessi framburður eðlilegur og tamur.