Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 152
150
Sigurður Konráðsson
2.3 Hugmyndir Eiríks
Eiríkur Rögnvaldsson (1984a:55 —58; 1984b) stingur upp á því að
aðblæstri megi lýsa á tvo vegu. Við skulum kalla þetta leiðir A og B.
Leið A gerir ráð fyrir að [h] sé einfaldlega stungið inn á undan /p t k/
með eftirfarandi reglu (1984a:55; sbr. enn fremur 1984b:4):
(3) 0 -» [+sp.rgl.] / V
' +sp.rgl.'
-samf.
[ — samf. ]
Eiríkur táknar sem sagt [h] einungis með [+sp.rgl.], sem er stungið inn á
eftir samhljóðaklasa þar sem fyrra hljóðið er /p t k/ og hið síðara /p t k
1 m n/. Höskuldur Þráinsson (1978a:28) stingur upp á þessari lausn en
hafnar henni, aðallega vegna þess að þá er erfiðara að ná saman í eina
reglu aðblæstri á orðum með /p t k/ + /1 n m/ og þeim með /pp/, /tt/,
/kk/ — öðru vísi en lengja fyrst /p t k/ á undan /1 n m/, stinga svo inn
[h] og stytta svo strax öll /pp/, /tt/, /kk/. Hann spyr hvort það sé ekki
dálítið óraunhæfur kostur — og er ekki annað að sjá en svo sé. Hins
vegar sé hægt að gera ráð fyrir tveimur [h]-innskotsreglum en það líst
honum heldur ekki vel á. Eiríki hefur hins vegar tekist að setja fram
reglu sem fullnægir öllum skilyrðum, þ.e. [h] lendir alltaf á réttum
stað.8
Eiríkur Rögnvaldsson gerir ráð fyrir hliðstæðum baklægum gerðum
(með leið A) og Höskuldur, þ.e. #hattur# hatíur, # epli # epli o.s.frv.
Það eru einungis hljóðreglumar sem eru ekki þær sömu. í leið B gerir
Eiríkur á hinn bóginn ráð fyrir öðrum baklægum gerðum, þ.e. öll
sérhljóð eru þar löng. Þakka er #þa:kka# (eða #þaakka#) í bak-
lægri gerð ogþagga er #þa:gga# (eða #þaagga#). Hann gerir svo ráð
fyrir því að þátturinn [+sp.rgl.] sé færður fram fyrir lokhljóðið og lendi
á seinni hluta sérhljóðsins sem þá er hljóðritað (borið fram) [h]. Sem
rök fyrir færslu [+sp.rgl.] á þennan stað tekur Eiríkur framburð á borð
við [ah^la] í stað [aihdla] œtla. Áður en við höfnum þessu sem rökum
— og þar með leið B — er rétt að skoða eina afleiðslu (að hluta til
tekna frá Eiríki 1984a:58):
8 Eiríkur Rögnvaldsson (1984a, b) gerir nefnilega ráð fyrir að /1/ sé [-samfellt] og
flokkast því með öllum nefhljóðum og lokhljóðunum. Þessi greining kann að þykja
vafasöm — en eigi að síður verð nánari skoðunar. Sjá einnig Ástu Svavarsdóttur (1984).