Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 159
157
Mál barna og hljóðkerfisfrœði
Vegna þess að reglan verkar á eftir afröddunarreglunni (2) þarf ekki að
taka fram að samhljóðið [-atkv.] sé óraddað. En regla (12) segir þetta:
Óraddað samhljóð verður lokhljóð á undan lokhljóði. a, þ og y merkja
að myndunarstaður lokhljóðanna skal vera sá sami. Á eftir samlögun-
arreglu kæmi svo aðblástursreglan í (1).
Við skulum nú skoða nokkrar afleiðslur sem lýsa nánar tilteknum
framburðarmyndum í máli barna:
(13)
baklæg
gerð #lampi# #gvlt# # loft # #svart# #hestYr#
afröddun # lampi # #gvlt# — #svart# —
samlögun #lappi# # gYtt # # lott # #svatt# #hettYr#
aðblástur #lahpi# gYht# # loht# #svaht# #hehtYr#
afblástur #lahbi# #gvhd# #lohd# #svahd# #hehdyr#
framburður [lahbi] [gYhd] [lohd] [svahc| [hehdYr]
Haft skal hugfast að við höfum nú velt fyrir okkur þeim
möguleikum sem hefðbundin hljóðkerfisfræði veitir okkur til þess að
skýra tilteknar framburðarmyndir í máli bama. Inn í þá afleiðslu sem
áður hefur verið gert ráð fyrir í sambandi við afröddun og aðblástur í
máli fullorðinna (og rakið var í 2. kafla) höfum við stungið reglu um
samlögun. Það sem mælir með því að rétt sé að gera ráð fyrir samlögun
eru dæmi þar sem aðblástur kemur ekki fram, þ.e. myndir á borð við
[mjoug:], [dig:vr], [-mag:Yr] — mjólk, diskur, (ána)maðkur. Slík
dæmi eru til í þeim gögnum sem gengið hefur verið út frá hér, reyndar
sjaldgæf (frá 0—3.5% eftir orðum). Einnig er til framburðurinn [thjad:],
[gadunyr], [dveg:ar] — tjald, gardínur, dvergar, sem líka bendir til þess
að samlögun sé til í klösum þar sem seinna samhljóð er lokhljóð. Hins
vegar er ekki hægt að útiloka að „aðblástursleysið“ í orðum þar sem
lokhljóðið er /p t k/ komi til af einhverjum öðrum sökum. Hugsanlega
er einfaldlega hægt að segja að brottfall verði og lengd sérhljóðsins
haldist óbreytt og sömuleiðis haldist óbreytt lengd klasans í löngu
samhljóði. Hvað sem öðru líður er þetta tilraun til skýringar á tiltekn-
um framburði en ekki aðeins lýsing. Regla (11) er ágætt dæmi þess