Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 160
158 Sigurður Konráðsson
hvemig hægt er að lýsa hvar aðblástur kemur fram en hún segir ekkert
um af hverju það gerist. Reglan segir aðeins að samhljóð, sem venju-
lega eru órödduð í máli flestra íslendinga á undan /p t k/ í inn- og bak-
stöðu, eru borin fram sem [h] (á undan [b d jg]).
Það sem þó mælir með því að hugmyndin um samlögun eigi ein-
hvern rétt á sér er að fyrirbærið er annars alþekkt í tungumálum yfir-
leitt, bæði meðal barna og fullorðinna (sjá t.d. Cruttenden 1978). Um
samlaganir í íslensku nútímamáli hefur lítið verið fjallað (sjá þó Kristj-
án Ámason 1980b:215—218) og um samlaganir í íslensku barnamáli
er sama sagan, þótt sýnt hafi verið fram á að samlaganir eru til (sbr.
Sigurð Konráðsson 1983; einkum 4. kafli). Ekki er þó á grundvelli
þeirra sagna hægt að gera sér fullkomna grein fyrir á hvern hátt sam-
laganir verða, hvort stefna samlögunar ræður eða hvort „sterkt“ hljóð
lagi „veikt“ hljóð að sjálfu sér, eða e.t.v. sitt á hvað.13 Þau fáu dæmi
sem tiltæk eru (Sigurður Konráðsson 1983:135, 144) benda þó til þess
að afturvirk samlögun sé algeng — og sé það rétt styrkir það hugmynd-
ina um samlögun í þessum orðum sem hafa „rangan“ aðblástur.
4.3 Mállýskur og mál barna
Samlögunarreglan sem hér hefur verið til umræðu er ekki algild. ís-
lensk börn geta lært framburð íslenskunnar án þess að bera fram klas-
ana í (10) með aðblæstri — á því leikur tæpast vafi, en hversu algengt
þetta er er ekki vitað. Það er enn fremur allsendis óvíst að reglan eigi
alltaf við hjá tilteknu barni, þótt hún sé stundum að verki. Þ.e. barn
getur t.d. sagt lampi rétt en hefur aðblástur í svart. Um þess háttar
reglubeitingu höfum við dæmi (Sigurður Konráðsson 1983).
Þetta fyrirbæri minnir dálítið á hugmynd sem Höskuldur Þráinsson
(1980) setti fram um afröddun hljómenda á undan /p t k/ í Mývatns-
sveit. Höskuldur setur fram reglu um afröddun sem smám saman verð-
ur almennari. Þannig afraddast /r/ alltaf, /1/ stundum en nefhljóðin
13 Með stefnu er átt við framvirkt og afturvirkt sérhljóðasamræmi. T.d. er [om:Yr]
ormur dæmi um afturvirkt en [blað:a] blaðra framvirkt. Með veikum hljóðum og sterk-
um er því sem næst átt við e.k. mælikvarða á styrk hljóða, sem notaður hefur verið í dá-
lítið öðru samhengi reyndar, þ.e. til þess að setja fram hvaða hljóðum er hættara við að
falla brott en öðrum (sjá t.d. Hyman 1975:167).