Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 162
160 Sigurður Konráðsson
koma fyrir.15 Til þess að fá einhverjum spurningum í þessa veru svarað
þarf að fylgjast með börnum á því tímabili sem samlögunarferlið varir.
5. Lokaorð
Hér að framan hafa verið athugaðar hugmyndir sem fram hafa kom-
ið um aðblástur og hvernig hann hugsanlega tengist öðrum ferlum í
hljóðkerfinu eins og afröddun og aðblæstri. í 2. kafla voru tvær þessara
hugmynda kynntar lauslega og ræddar, þó einkum hvemig best sé að
gera grein fyrir aðblæstri á formlegan hátt sem þó vísi til einhvers raun-
veruleika. Enn fremur var rætt um hvaða baklægum gerðum sé réttast
að gera ráð fyrir. Niðurstaðan var sú að /pp/, /tt/, /kk/ liggi framburð-
inum [hb], [hd], [hg] til grundvallar, og hljómendur (þ.e. /m n 1 r/) séu
raddaðir í baklægri gerð en hljóðregla afraddi þá á undan /p t k/ í inn-
og bakstöðu. í beinu framhaldi af þessu var í þriðja kafla hnykkt á hug-
myndinni um afröddun þar sem dregin voru til vitnis dæmi úr máli
barna. Sýnt var fram á að /r/ og /1/ gangast undir ólík ferli í inn- og
bakstöðu á undan lokhljóðunum /b d g/ annars vegar og /p t k/ hins
vegar. Á undan /b d g/ er /r I/ skipt út með nefhljóði en á undan /p t k/
með [h]. Ástæðan fyrir þessu er ekki deginum ljósari en stungið var
upp á því að hér ráði þátturinn [sp.rgl.] á lokhljóðinu hvor leiðin er
farin.
í 4. kafla voru síðan könnuð nánar frávik í máli barna sem þegar
hefur verið minnst á, þ.e. skiptin á órödduðu hljóði á undan /p t k/
með [h]. Sýnt var fram á að þessum aðblæstri á skökkum stað sé hægt
að lýsa á mjög svipaðan hátt og gert hefur verið í venjulegum aðblæstri
í íslensku. Þetta má orða þannig að snemma á máltökuskeiðinu ofnoti
mörg böm aðblástursferlið og einfaldi á þann hátt hljóðskipun málsins.
Færri klasar koma fram í þeirra máli en í máli fullorðinna. Aðblásturs-
reglan er sem sagt yfirdrifin í fyrstu en svo takmarkast hún þangað til
hún nær einungis til þeirra hljóðasambanda sem réttilega hafa aðblást-
ur. Stungið var upp á því að þetta sé á vissan hátt hliðstætt við það sem
hefur verið að gerast og er að gerast enn í rödduðum framburði.
í inngangi var nefnt að gögn úr máli barna gætu oft sagt sitthvað um
15 í athugun á tveimur börnum, 4ra ára (Sigurður Konráðsson 1983:169), sem bæði
höfðu þessa samlögunarreglu að einhverju leyti, hafði annað barnanna /s/ alltaf rétt á
undan /p t k/ á meðan hitt hafði alltaf [h] fyrir /s/ í sömu stöðu. Hjá þeim báðum voru
nefhljóðin á reiki, ýmist rétt eða [h] haft í þeirra stað.