Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 167
Orð af orði
Það er jafnan undir hælinn lagt hve mikið af orðaforða tungumáls
kemst á bækur. Það á við okkar öld og þó miklu frekar við eldri tíma-
skeið, þegar hópur þeirra er fékkst við ritstörf var miklu fáliðaðri og
einlitari og viðfangsefnin einhæfari. Það er því mikilvægt fyrir þá er fást
við að semja orðabækur, sem taka eiga bæði til bókmáls og talmáls, að
hafa sem nánust kynni af mæltu máli og eiga samskipti við þá sem
miðlað geta fróðleik á því sviði. Og á þetta ekki síður við þó að um
sögulega orðabók sé að ræða. Ósjaldan rekast menn t.d. á stakorð í rit-
uðum heimildum, eldri sem yngri, og þá læðist stundum að sá grunur
að þama sé draugorð á ferð, orðið til við les-, rit- eða prentvillu. Úr því
er oft erfitt að skera út frá orðmyndinni einni saman — og helsta bjarg-
ráðið að leita á vit talmálsins í þeirri von að orðið lifi þar enn, þótt lítt
hafi það komist á bók.
gregg, grogg og grögg
í Orðabók Jóns frá Grunnavík segir að kvk.-orðið gregg merki
óhreinindi eða syrju líkt og dregg og eini munurinn sé að vökvasorinn í
gregginni sé stórgerðari („gregg f. fæx, idem quod Dregg, sed crassiores
fæces liquorum“). Orð þetta var stakorð sem við höfðum engin önnur
dæmi um; og ég tók að spyija hlustendur þáttarins íslenskt mál um
þessa orðmynd og bjóst raunar ekki við miklum undirtektum; en það
fór á annan veg. Af hvk.-orðinu gregg ‘syija í sláturtunnu’ bárust 3
dæmi, þar af 2 af Vestfjarðakjálkanum, af orðmyndinni grögg h. ‘syija’
1 dæmi af Snæfellsnesi. Flest voru dæmin um grogg h. eða 27, og
víðsvegar að af landinu; og aðalmerkingin var syija í sláturtunnu, en
einnig groms í kaffi: kaffigrogg, botnsori í ölbruggi eða landa, fótur
undir lýsi og botnfall í rabbarbarasaft. Þá þekktist og lo. groggaður o:
‘með gromsi eða gruggi’.