Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 168
166
Orð af orði
Hvemig er svo háttað ætterni og innri tengslum þessara orðmynda?
Líklegt er að þær eigi skylt við grugg h. og grugga s. Sennilega er gregg
h. sama orð og gregg kv. (hjá Jóni Grunnvíkingi) og hefur aðeins skipt
um kyn — og e.t.v. fyrir áhrif frá grogg, sbr. að þeir sem þekktu gregg
könnuðust líka við grogg. Gregg kv. líklega < *grogg < *graggwiu <
*grawwiö. Orðmyndin grogg h. gæti verð a-hljóðverpt mynd af grugg
(sbr. fær. grugg h. ‘kaffikorgur’ og hjaltl. grugg, grogg ‘öldregg, mysu-
syrja’) en a-hljóðvarp á u á undan gg < ww (grugg < *gruggwa <
*gruwwa) er heldur ólíklegt. Sennilegra er að grogg h. sé < *grQgg <
*graggwa < *grawwa- og svarar þá líklega til nno. gragg h. ‘matargrubb,
óþroskað aldin’, sbr. og nno. gragse k. ‘dregg, syrja’. Grögg h. ‘syrja’
gæti verið eldri mynd af gregg og < *grogg eða, sem líklegra er, víxl-
mynd við grogg þar sem q hefði orðið ö en ekki tengst o. Orðmyndin
gregg (kv., h.) sýnist eiga sér samsvörun í fno. auknefni greggjakona,
Gudridh greggiakona, sem virðist kennd við (eigin)mann sinn sem hef-
ur þá verið auknefndur greggi (af gregg), frekar en hún sé sjálf kennd
beint við dregg eða ölsyrju. Svo virðist af framanskráðu sem hér hafi á
eldra málstigi verið tvær orðmyndir sömu eða svipaðrar merkingar,
annars vegar *grogg, kv. (< *graggwiu) og hins vegar *grQgg, h.
(< *graggwa). En orð þessi eru í hljóðskipti við grugg og skyld grúi og
grjón, gr. khraúein ‘rispa, núast við’ og lith. griúti ‘molna’, af ie.
*ghreu- ‘mylja’.
Óskylt fyrrnefndum orðum er grogg h. (dæmi frá 19. öld) ‘sérstök
vínblanda’, sem er tökuorð úr d. grog < e. grog (sömu merkingar). En
heitið á vínblöndunni er dregið af Old Grog sem var auknefni ensks sjó-
liðsforingja er Vernon hét (uppi á 18. öld). En Grog er hér stytting úr e.
grogram (< fr. grosgrairi) ‘kápa úr úlfaldaskinni’ sem sjóliðsforinginn
gekk að jafnaði í og var kenndur við.
Á.BL.M.
þeimur
í blaðinu íslendingi (1. árg. 1860) er greint frá „ilm er líkist þeim af
brenndu kaffi“. Þetta er eina bókmálsdæmi okkar um orðið og af því
verður raunar ekki ráðið hvers kyns það er eða jafnvel hvaða orðflokki
það tilheyrir, hvort það er t.d. no. eða jafnvel ábfn. notað sem tilvísun-
arorð að erlendum hætti. Þá dettur manni í hug að hér kunni að vera
um prentvillu að ræða, t.d. fyrir keim eða daun. Ég fór því að inna eftir