Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Side 169
167
Orð af orði
þessari orðmynd í þættinum íslenskt mál og fékk þá nokkur dæmi um
kk.-orðið þeimur og úr öllum landsQórðungum. Orðið var sýnilega ekki
staðbundið mállýskuorð en hins vegar lítt tíðkað. Það var haft um lykt
og þá oft um einhverskonar óþef, t.d. af skemmdum mat, einnig um
fylgjulykt og um daufan þef eða anganleifar. Þá bárust og fréttir um
samsett orð eins og vorþeimur k. ‘hlýtt rakaloft að vori til’ og þeimu-
bragð h. ‘keimur, annarlegt bragð’, þar sem forliðurinn sýnist leiddur af
kvk.-orðinu *þeima. Uppruni og ættartengsl orðsins eru óljós og reynd-
ar óvíst um upphaflegt stofnsérhljóð (ei eða eyl). Ef upphafleg merking
orðstofnsins væri gufa eða svækjuloft mætti hugsa sér skyldleika við lo.
þíður, so. þiðna og fe. ðinan ‘bráðna, þiðna’, sbr. og fno. árheitið *Þin
kv. í Þinaróss k. og bæjarnafnið Þimin kv. og fsl. timeno ‘bleyta, for’.
Hugsanlegt er að so. þima (v.l.) í gátunni um kolagröfina: „imaði, þim-
aði, skimaði“ heyri hér til og upphafleg merking hennar þá að hnusa
eða þ.u.l.
Á.BL.M.
dósi og dósa
í Þjóðsögum Jóns Ámasonar kemur fyrir orðasambandið hver dós-
inn, haft sem vægt blótsyrði svipað og hver Jjárinn e.þ.h.; og er þetta
eina dæmi okkar um þetta orðafar af bókum. Ég spurði um þetta orða-
samband í þættinum íslenskt mál í fyrra vetur og fékk þó nokkrar und-
irtektir. Um orðasambandið hver dósinn bárust ljögur dæmi og er sýni-
legt að dósi merkir þar skratti eða púki. En auk þess bárust dæmi um
aðra merkingu orðsins. Kk.-orðið dösi var haft um silalegan mann, um
flæking eða slæpingja og mann sem var undarlegur í háttum; auk þess
var það haft um draug eða afturgöngu og sem draugsheiti. Eitt dæmi
barst um kvk.-orðið dösa sem lastyrði um stelpu. Ekki er fullljóst um
ætterni þessara orða, en líklega eiga þau skylt við nno. döse kv. ‘sver og
silaleg kona’ og dösen 1. ‘þyngslalegur, rakur, mollulegur’ og fær. dósin,
dósutur 1. ‘doðalegur, syQaður’, af germ. *dwös-, sbr. *dwés- í fe. dwœs
‘sljór, heimskur’, sbr. og mlþ. gedwas ‘heimska; vofa’, lith. dvésti ‘anda,
blása’ og ísl. dos og dúsa. Merkingarkjami ísl. orðsins dósi virðist vera
doðakenndur, hæglátur’ og þaðan æxlast svo tákngildi eins og sila-
irienni, draugur, slæpingi og skratti o: læðupokinn sem reynir að veiða
salirnar með vélabrögðum sínum.
Á.BL.M.