Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 170
168
Orð af orði
ofdan
Fyrir nokkrum misserum spurðist ég fyrir um orðasambandið að
vera ekki dan í þættinum um íslenskt mál. I talmálssafni Orðabókar-
innar var til ein heimild úr Rangárvallasýslu og merkingin sögð vera
‘þykjast heldur en ekki fínn’. Mér lék forvitni á að vita meira um orðið
dan, en aðeins ein heimild barst til viðbótar frá konu í Árnessýslu, og
kannaðist hún einnig við að talað væri um að einhver vœri dan með sig í
svipaðri merkingu.
Ástæðan til þess að ég rifja upp þetta orð aftur er orðið ofdan. í Orða-
bók Menningarsjóðs (bls. 704) er það gefið upp sem kk. eða kvk. orð í
merkingunni ‘e—ð of gott eða of mikið fyrir e—n’, t.d. e-m er e-ð ofdan
eða e-ð er ofdan fyrir e-n, en einnig er gefin merkingin ‘stórbokki’. Svip-
að er að segja um Orðabók Blöndals (bls. 591). Hann gefur ofdan upp
sem kk. orð og nefnir sem dæmi: „Það er ofdan fyrir mig, det er for
megen Ære for mig.“ Hann nefnir einnig merkinguna ‘stórbokki’. í
orðabók Björns Halldórssonar (bls. 125) er ofdan að finna sem hvk. orð,
og skýrir hann það annars vegar með ‘præsumtio, Formodning’ og hins
vegar ‘homo nimius, et uregjerligt Menneske’. í orðabók Cleasby-Vig-
fússon má finna uppflettiorðið ofdan. Þar er það greint kvk. og talmáls-
orð (bls. 463).
í ritmálssafni Orðabókarinnar eru til fáein dæmi. Hið elsta þeirra er
úr sjálfsævisögu séra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka:
svoddan umkostnaður var ofdan x x fyrir vort fátæka land í hall-
æristíð(bls. 313).
Handrit ævisögunnar var skrifað á árunum 1750—1782. Annað dæmi
var frá Birni Halldórssyni í útskýringum á orðum í orðabók hans, sem
hann sendi Jóni Ólafssyni Svefneyingi. Þær skrifaði hann 1791. Þar
stendur:
Ofdan þad ord hefur hvorki honorem etymatis nie antiqvitatis enn
er þo i almenu bruke og seigist ad manninum sie ofdan, þad sem
hann byriar og er ecki vaxin til. þad mun vera skildt ordinu danu-
manni og þeirra þidsku than og thun.
(BA XXIX, 146).
Yngstu dæmin í ritmálssafni eru frá síðari hluta 19. aldar, en engin