Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Qupperneq 171
169
Orð af orði
heimild er þar um merkinguna ‘stórbokki’. Jón Ólafsson frá Grunnavík
hefur þekkt ofdan og tekur það upp í orðabókarhandrit sitt. Það er að
finna bæði undir dan og ofdan:
Dan n.gen. indecl. in vocula of-dan x x videtur esse corruptum a
Germ. thun, factum.
in vocula of-dan, indeclinabili et plebeiæ auctoritatis, nimia
magnificentia x x ut: Þat er ofdan at hafa svo mikit vid hann, per-
qvam nimium videtur, eum adeo magni facere.
í ritmálssafni Orðabókarinnar eru til íjögur dæmi. í bréfi úr Norður-
Þingeyjarsýslu segir:
Orðið ofdan þýddi óhóf eða prjál, haft um húsbúnað eða fatnað
einkum fatnað, þegar fólki þótti of mikið í hann borið. Þá var sagt:
„Þetta er reglulegt ofdan.“
Þarna má sjá, að bréfritari notar orðið í hvk. Hin dæmin eru úr Borgar-
firði, af Snæfellsnesi og úr Berufirði, og ber öllum saman um, að það sé
notað um eitthvað sem er of gott, ofætlun einhvers, að eitthvað sé ofgert
á einn eða annan hátt.
Allar þær orðabækur, sem nú hafa verið nefndar, ákveða kyn orðsins,
ýmist kk. eða hvk. Af þeim notkunardæmum sem til eru í söfnum
Orðabókarinnar er hins vegar ógerlegt að ráða nokkuð um kynið að
undanskildu þingeyska talmálsdæminu. Fremur virðist sem um óbeygj-
anlegt lo. sé að ræða svipað og svoddan (soddan). Orðið virðist helst
hafa verið notað í föstum orðasamböndum, þar sem kynið kemur ekki
fram, og er vafasamt í slíkum tilvikum að geta kyns í orðabókum. Bæði
Orðabók Blöndals og Orðabók Menningarsjóðs gefa upp merkinguna
‘stórbokki’, og á hún líklegast rætur að rekja til Björns Halldórssonar.
Ekki er ólíklegt að þeir Jón Ólafsson hafi þekkt þá merkingu, en hún er
ekki studd neinum dæmum í síðari alda máli og því hæpið að geta
hennar án athugasemda.
Bæði Jón Ólafsson og Björn Halldórsson tengja -dan við þýsku sögn-
ina tun ‘gera’. Sami liður er einnig til í dönsku í orðum eins og sádan
‘þannig’, hvordan ‘hvernig’, úr mlþ. sodán (-dan), soden ‘þannig gerður’
(ísl. svoddan, soddari), wö-, wudan, ‘hvernig gerður’ (Liibben, 361,
591), þar sem -dan er lh.þt. af mlþ. sögninni dön, fhþ. tuon ‘gera’ (Falk
og Torp I, 136). í dönskum og norkum mállýskum kemur dan fyrir sem
sjálfstætt lýsingarorð (t.d. Feilberg I, 174; Torp, 56) í merkingunni