Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 172
170
Orð af orði
‘gerður, lagaður, hæfur til e—s’. Ross (bls. 87) þekkir frá Þelamörk og
Þrándheimi merkinguna ‘fínn með sig, íburðarmikill’, t.d.: „Ho æ saa
dan paa dæ“, og er þar komin hliðstæða við orðasambandið, sem ég
nefndi í upphafi, að vera dan með sig.
Bjöm Halldórsson setur ofdan í samband við nafnorðið dánumaður.
Á því orði eru þó tvær skýringar. Annars vegar er dánumaður talið
hliðarmynd við dándimaður og tökuorð úr dönsku, dregið af fd. donde-
man (1360). í dönsku kom einnig fram myndin dandeman, þar sem á >
á var einnig skrifað a (KL II, 650). Gera sumir fræðimenn ráð fyrir að
baki liggi sögnin að duga, þ.e. dugandi maður(át Vries 1962:73, Alex-
ander Jóhannesson 1956:966). Þá hugmynd nefnir einnig Westergárd-
Nielsen (bls. 46—47) eftir Seip (1915:95), sem telur dándi- eiga rætur
að rekja til doghande man.
Hin skýringin er sú að um sé að ræða tökuorð úr dönsku, danne-
mand, fd. donde-, dande- (ODS III, 495—496), mlþ. donde, ffrís.
duande ‘starfsamur’, þ.e. lh.nt. af germönsku sögninni *don ‘gera’ (Falk
ogTorp, 136-137).
Hvað sem uppruna líður, eru dándimaður og dánumaður án efa
tökuorð í íslensku frá mismunandi tíma, það fyrmefnda komið úr
norsku (en þangað komið úr dönsku eða sænsku, sbr. Westergárd-Niel-
sen), en það síðarnefnda trúlega beint úr yngri dönsku myndinni
dannemand eða lagað eftir henni.
-dan í ofdan á að öllum líkindum rætur að rekja til mlþ., eins og Jón
Ólafsson og Bjöm Halldórsson hugðu. Samsetta orðið ofdan er trúlega
heimatilbúið í líkingu við s(v)od(d)an og hefur þá væntanlega upphaf-
lega verið lýsingarorð.
G.K.
fúgáía ogfleiri orð
Fyrir nokkrum misserum barst Orðabók Háskólans bréf austan af
Vopnafirði, þarsem bréfritari segir frá orði, sem ekki vardæmi um áður
í seðlasöfnunum. í bréfinu stendur:
Það kom fyrir sérstaklega á vorin, ef illa gekk að reka í rétt, að rolla,
sem var mjög létt á sér eða þá óþægðarbikkja, slapp út úr hópnum.
Eg man, að þá hraut stundum út úr einhverjum smalanum: „Þarna