Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Qupperneq 173
Orð af orði
171
fór hún, bölvuð fúgátan." x x Þetta var jafnvel sagt um fleira, sem
kvenkyns var. Það var sagt í léttum tón og fremur sjaldan.
Við höfðum áhuga á að frétta meira af orðinu fúgáta, og spurðist ég
fyrir um það í þættinum íslenskt mál. Viðbrögð urðu lítil og engin
um orðið, sem spurt var um. Hins vegar fengum við fimm heimildir um
myndina púgáta, allar af Suðurlandi. Úr Ámessýslu bárust þrjú dæmi
um að púgáta væri notað í niðrandi merkingu um kvenfólk, en úr Aust-
ur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu er það notað sem skammaryrði
um hryssur og ær. Því fylgir saga af presti, sem varð uppiskroppa með
oblátur. Hann sendir dreng af stað eftir oblátunum og leggur ríkt á við
hann að gleyma ekki erindinu. Strákur heldur af stað á hryssu og tautar
fyrir munni sér: „obláta, obláta“. Á leiðinni hnýtur hryssan, og strákur
detturaf baki. „Bölvuð púgátan þín,“ segir hann um leið og hann stígur
á bak aftur og tautar nú: „púgáta, púgáta“. Á leiðarenda fór ekki betur
en svo, að hann sagðist eiga að sækja púgátur fyrir prestinn.
Annað orð rak á fjörurnar úr Árnessýslu þessu líkt, en það var pikk-
áta notað um gamla skepnu ólánlega á vöxt og heldur holdlitla, oftar
um hryssuren ær.
Þórbergur Þórðarson safnaði um og eftir 1920 orðum aðallega úr
mæltu máli, og er safn hans í vörslu Orðabókarinnar. Einkum safnaði
hann orðum úr átthögum sínum í Austur-Skaftafellssýslu og svo af
Vestljörðum. Þórbergur hefur skráð eftir Steinþóri bróður sínum í Suð-
ursveit: fúkáta s.s. ‘óþjáll kvenkynsgripur, geðvondur kvenmaður’ og
fúkáti ‘óþjáll gripur, geðvondur maður’.
I talmálssafni rakst ég á dæmi um orðið flaggáta norðan af Skaga, en
það er haft um stórar og styggar stóðmerar og einnig stórar ær, styggar
og fálulegar. Þar er einnig dæmi um sögnina að flaggátast um ‘að þvæl-
ast um, flækjast’, t.d.: „Hvað ertu að flaggátast úti svona seint?“
Um uppruna þessara orða er allt óvíst. Sameiginlegt þeim öllum er
endingin -áta, sem gæti bent til þess að um orð sé að ræða úr latínumáli
skólapilta eða annarra með latínukunnáttu, þ.e. lh.þt.kvk. í latínu með
endingunni -áta (sbr. legáti af lat. légátus ‘sendiboði’). Ekki er ósenni-
legt, aöfúgáta eigi rætur að rekja til lat.fugátus af sögninni fugo (-áre)
‘stökkva á flótta’ (Georges, 2865) ogfúkáta (-áti) sé í rauninni sama orð.
Stafsetningu þessara orða er valt að treysta, þ.e. hvort þau eru rituð með
-g- eða -k-, því að í samtölum mínum við fólk, sem þekkti þesi orð,
voru þau jafnan borin fram með lokhljóði, en ýmist -g- eða -k-, og