Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 174
172
Orð af orði
þegar um er að ræða heimildir af linmælissvæði, er framburður lok-
hljóðsins ekki marktækur. Sama er að segja um púgáta, sem bæði eru
dæmi um með -g- og -k-. Hugsanlegar væru a.m.k. tvær skýringar áp- í
upphafi orðsins. Annars vegar gæti verið um blendingsmynd úr fúgáta
og pikkáta að ræða, hins vegar að fyrri liðurfúgátu hafi reynst mönnum
torskilinn og hann því lagaður að íslensku orði, t.d. púki, þ.e. ‘sú sem
púki er hlaupinn í’, og kæmi það vel heim við merkingu orðsins.
Erfitt er að segja til um uppruna orðsins pikkáta. Þar gætu einnig
tvær skýringar komið til greina. Sú fyrri væri að tengja það lat. peccátus
‘yfirsjón, glappaskot’ af pecco (-áre) ‘brjóta af sér, syndga, gera glappa-
skot’ (Georges, 1526). Stofnsérhljóðið gæti hafa breyst í -i- fyrir áhrif frá
sögninni pikka, sem dæmi eru um þegar í fornmáli, og Jón Árnason
biskup þýðir latneska orðið stimulatio með ‘pikk, stingur’ (Nucl. 1669)
um miðja 18. öld. Einnig mætti hugsa sér að pikkáta sé runnið beint frá
so. pikka ‘stinga’, sæ. pikka, da. pikke, lþ. pikken ‘höggva, stinga’.
Tökuorð úr germönsku er ítalska sögnin piccare, fr. piquer ‘stinga’, sem
aftur er tekin upp í dönsku sem pikere, þ. pikieren. Danska sögnin pik-
ere merkir eins og í hinum málunum ‘stinga, gera holur í e—ð’, en hún
merkir einnig ‘særa, móðga, ergja’ t.d. pikere sig over noget ‘gremjast
e—ð’. Lh.þt. pikeret er einkum notaður sem lo. í merkingunni ‘móðg-
aður, gramur’ (ODS XVI, 792).
Um flaggátu er einnig erfitt að dæma. Eigi að rekja orðið til latínu-
máls kemur helst til greina sögnin flágito (-áre) ‘krefjast e-s með ofsa’
og Jlágitium ‘verknaður, sem er e-m til skammar, ærutjóns’ (Georges,
2778). En flaggáta gæti einnig verið íslensk nýmyndun tengd hinum
orðmyndunum. Stofninn flagg- (flakk-l) gæti þá hugsanlega tengst orð-
myndunum flaki ‘léttúðugur maöur\flakasúð ‘kona í fráflakandi klæð-
um, léttúðarkvendi’,ýfe/:o« ‘léttúðug kona, glyðra, óhemja’ og sögninni
að flakka ‘reika, ferðast um án markmiðs’.
Eins og fram hefur komið er allt óvíst um uppruna þeirra orða sem
fjallað hefur verið um hér að framan. En þessar línur vekja ef til vill
einhvern til umhugsunar og verða tilefni nýrra skýringa.
G.K.