Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 175
Orð af orði
173
mylingar, mulingar, mulningar, muÖlingar
og önnur skyld orð
Fyrir allnokkru spurði ég hlustendur þáttarins um íslenskt mál hvað
þeir nefndu berin á sortulynginu. Að bárust allmiklu fleiri myndir en
búist hafði verið við. Allir þeir sem settu sig í samband við okkur not-
uðu forliðinn lúsa-, og kemur hann einnig fyrir í ritmáli eins og vikið
verðurað héráeftir.
Lúsalyng er algengt nafn á krækiberjalyngi allt frá síðari hluta 18.
aldar (JÓ). í grein eftir Símon Eiríksson í Litla-Dal í Blönduhlíð, sem
birtist í Blöndu (IV, 217) stendur þó:
ytri föt voru öll lituð ýmist úr sortulyngi, er sumir kalla lúsalyng,
og dökkum jarðarlit, sem heitir sorta.
Bendir það til þess, að lúsalyng hafi bæði verið notað um krækilyng
og sortulyng, og var það trú manna, að þeir sem ætu sortulyngsber
skriðu kvikir af lúsum (Jón Ámason, I, 647). En alveg eins algengt er að
nota orðin um berin án forliðar, og verður nú dregið saman það sem
finna má í seðlasöfnum Orðabókarinnar.
-melingur: í heimild frá Grenivík kemur fram, að þar séu sortulyngs-
ber ávallt kölluð lúsamelingar. í fórum OH er eitt dæmi úr orðasafni
Hallgríms Schevings merkt A.M. (Austanmál, þ.e. austan heiðar).
-meningur: sjá myðlingur.
-muðlingur/-muðlungur: í ritmálssafni Orðabókarinnar eru til fáein
dæmi um lúsamuðling, og er hið elsta þeirra frá 1883:
Ávöxturinn [o: á sortulyngi] lúsamuðlingar, myllingar
(Alm.,62)
Blöndal þekkir lúsamuðling (bls. 514) og merkir hann Húnavatnssýslu.
Allmörg dæmi eru um muðlinga, og er elsta þeirra úr bókinni Grasnytj-
areftirBjöm Halldórsson frá 1783:
af þess [o: sortulyngs] berium (sem kallaz mudlingar, eda skilian-
legar ad segia munnlingar) (bls. 291).
Jón Ólafsson hefur einnig þekkt muðling og segir:
mudlingr, m. qvasi munnlingr.
I talmálssafni voru allmörg dæmi af Vestur- og Norðurlandi og allt