Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 176
174
Orð af orði
austur í Suður-Múlasýslu. í einni af vasabókum Bjöms M. Ólsens (II,
154), sem varðveittar eru á Orðabók Háskólans, er skráð orðið muðl-
íngar og tengt Suðurlandi. Af Norðurlandi hefur hann annað orð, en
vegna leiðréttinga hans sjálfs er ekki hægt að skera úr um hvað þar
stendur. Upphaflega hefur hann skrifað mulníngar, en breytt annað
hvort í mulíngar eða munlíngar. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er þess
getið að fyrir vestan noti menn orðið muðlungar (I, 647).
-mulingur: Blöndal hefur uppflettiorðið lúsamulingur (bls. 514), en
staðfærir ekki orðið. Sjá muðlingur.
-mullingur: Heimild úr Landeyjum. Heimildarmaður ber orðið fram
með löngu -/- [1:]. í ritmálssafni varein heimild úrÞjóðólfi frá 1850.
-mulningur: Algengasta orðið um sortulyngsber er mulningur, ef
dæma má af seðlasöfnum Orðabókarinnar. Elsta heimild í ritmálssafni
er frá lokum 18. aldar (Mohr, 180). í grasafræði Odds Hjaltalíns frá fyrri
hluta 19. aldarsegir:
Algengt Mjölber (Arbutus uva ursi) \ x ísl. Sortulyng, Mulníngr
(bls. 184).
Hallgrímur Scheving skrifar í orðabókarhandrit sitt „Eyjalj.m." (þ.e.
Eyjaíjarðarmál) við mulningur, þ.e. hann hefur heimild sína úr Eyja-
firði. Talmálsdæmi Orðabókarinnar eru úröllum landshlutum.
-munnlingur: sjá muðlingur. Blöndal hefur í orðabók sinni munling-
ur = mulningur (bls. 560) og lúsamunlingur (bls. 514), en merkir ekki
hvaðan hann hefur þær myndir. Stefán Stefánsson grasafræðingur nefn-
ir ber sortulyngs munnlinga (Flóra, 258).
-murlingur: Heimildir Orðabókarinnar eru úr talmáli, langflestar úr
Ámessýslu, en einnig úr Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Blöndal getur bæði um murling (bls. 562) og lúsamurling (bls. 514) og
merkir hið síðara Árnessýslu.
-murningur: Ein heimild úr Vestur-Skaftafellssýslu.
-myðlingur: Allar heimildir Orðabókarinnar eru úr Þingeyjarsýslum.
Allgott dæmi um mismunandi notkun orða um sortulyngsberin má fá
úr bréfi úr Norður-Þingeyjarsýslu:
Um lúsaberin hef ég margar mismunandi framburðarútgáfur, bæði
að norðan og héðan að austan, og rita ég þau eftir framburði hvers
og eins. Sjálf segi ég alltaf lúsamiðlingar. Móðir mín vill hafa það
lúsamilingar, en maðurinn minn kallar þau lúsameninga, faðir
hans sagði lúsamelingar, en móðir hans lúsamuðlingar.