Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 177
175
Orð af orði
í orðabók Blöndals er getið um miðling (= mulingur, bls. 543) og eins
nefnir Hallgrímur Scheving miðling í orðasafni sínu.
-mylingur: Af Austurlandi bárust nokkrar heimildir um þessa orð-
mynd. í samtölum mínum við heimildarmenn kom greinilega í ljós, að
þeir báru orðið fram með löngu sérhljóði. Blöndal (bls. 545) þekkir
myling og merkir orðið Af. (þ.e. Austfirðir), og sama gerir Hallgrímur
Scheving. í áðurnefndum vasabókum Bjöms M. Ólsens (II, 156) er
skráð orðið mylíngur og merkt Austf.
-myllingur: Við fengum dæmi af Jökuldal og Borgarfirði eystra, þar
sem orðið var borið fram með stuttu sérhljóði og löngu samhljóði (ekki
[dl]). Eitt dæmi var til um orðið í ritmálssafni (sjá -muðlingur).
-mylningur: Ein heimild úr talmáli frá Húsavík.
-myrlingur: Blöndal getur um þessa orðmynd (= mulningur, bls. 548).
Hallgrímur Scheving þekkir myrlinga í tvenns konar merkingu: I fyrsta
lagi notað um alls kyns berjavísi og í öðru lagi = muðlingur og merkir
hann það Ámess.m. (þ.e. Ámessýslumál).
Alls eru þetta 15 orðmyndir, og er athyglisvert, að tíu þeirra mynda
pör:
myðlingur — muðlingur
myllingur — mullingur
mylingur — mulingur
mylningur — mulningur
myrlingur — murlingur
Eftir standa melingur og meningur, munlingur/munnlingur og murn-
ingur.
Eins og fram hefur komið eru engar gamlar heimildir um þessi orð.
Frá 18. öld eru dæmi um muðling og mulning, en frá 19. öld um myðl-
ing, myrling, meling, myling. Það er því erfitt að segja nokkuð um aldur
þeirra og innbyrðis tengsl.
I grein eftir Ásgeir Blöndal Magnússon (1981:7—24) um kringdan
framburð y, ý og ey í íslensku er reynt að færa að því líkur að víxlmynd-
ir merkingarlíkra orða með y, i [i] eða u [y] séu mismunandi framburð-
armyndir sama orðs og -u- í stofni beri vitni um fomt -y-. Meðal þeirra
dæma sem hann færir fram máli sínu til stuðnings eru mylingur, myðl-
‘ngur, myrlingur/mulingur, muðlingur, murlingur (1981: 14—15).
Ásgeir bendir einnig á að varamælt samhljóð eins og b, p, m og/ séu