Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Qupperneq 178
176
Orð af orði
mjög algeng í þeim orðum sem virðast varðveita kringt -y-, hvort sem
þau fari á undan eða eftir viðkomandi sérhljóði. Sömuleiðis sýnast r og /
eiga þardrjúgan hlut að (1981:21). í umræddum orðum um sortulyngs-
berin koma bæði fram hóparnir m-S-l og m-S-r (S = sérhljóðin u og y).
Vitað er að kringdur framburður -y- hélst nokkuð lengi á takmörkuð-
um svæðum á landinu. T.d. segir Konráð Gíslason (1858:5) um fram-
burð y:
y siges at have et lyd, der ikke fuldkommen var = d. aabent y(Synd),
men dog meget lignende; hvilken Udtale paa enkelte Steder skal
have vedligeholdt sig til omtr. et Hundredaar siden. Nu derimod
lyder det i et Par Ord som u ... men i alle andre Tilfælde som /.
Hallgrímur Scheving skrifaði Konráði sama ár og bókin kom út og
sagði honum frá pilti af Austurlandi, sem hann hafði sagt til undir skóla
24 árum áður. Sá hafði kringdan framburð á y. Sveinbjöm Egilsson lét
piltinn bera fram þetta y og lýsir því að sögn Hallgríms í íslenskri mál-
myndafræði, sem hann lauk ekki við:
að y, ý, ey er nú almennt kveðið sem i í ei, en sumstaðar á Aust-
fjörðum eldir enn eftir af hinum foma framburði ýs, sem er eitt-
hvert samfellt hljóð af i og u (iu) eins og fyrsta mállistar ritgjörðin í
Snorra Eddu lýsir því ... Þetta hljóð er töluvert grennra og veiga-
meira en hið danska y, og ekki alllíkt því. Af þessu samfellda hljóði
er skiljanlegt, að hljóðið gat skipzt í tvennt og orðið ýmist að i, sem
víðast hefir orðið, ýmist að u, t.d. flutja, dur, þ.e. flytja, dyr...
(Árbók Landsbókasafns 1969:200; Hreinn Benediktsson 1977:
38-41.)
Af þessum ummælum Hallgríms Schevings virðist mega draga þá
ályktun, að leifar af kringdum framburði y hafi mátt finna á Austur-
landi fram undir miðja 19. öld. Það er því ekki óhugsandi að einhver
orðparanna um sortulyngsberin séu leifar þessa framburðar og varðveiti
upphaflegt y. Það væru ef til vill helst austfirsku myndirnar mylingur og
myllingur, sem væru þá skyldar no. moli, austfirska no. myl ‘þurr
sauðataðsmylsna í fjárhúsum’ og so. mylja ‘mynda þurra sauðataðs-
mylsnu’. Hliðarmyndir við þær eru mulingur og mullingur. Einnig er
hugsanlegt að dæmi um fornt kringt y megi finna í myrlingur/murling-
ur, sem heimildir eru um úr Ámessýslu og tengja mætti við no. mor
‘smáagnir, rusl, grugg’.