Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 185
Ritdómar
183
3.2 Stofn + viðskeyti
í síðari flokk samsettra nafna falla þau nöfn sem sett eru saman af stofni að viðbættu
viðskeyti. Þessi aðferð er einkum notuð til þess að mynda kvenmannsnöfn af karl-
mannsnöfnum. Hún varð mjög vinsæl á síðari hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar, en
verulega virðist hafa dregið úr nafngiftum af þessu tagi. Mörg nöfn af þessari gerð hafa
fest í sessi í málinu t.d. Jakobina, Jónina, Júlía. Hin eru miklu fleiri sem erfitt er að
viðurkenna. Af þeim fjölda viðskeyta sem notaður var á blómaskeiði þessarar nafn-
myndunar rakst ég í bók þeirri sem hér er rætt um einkum á þrjú, -a, -ína, -lína, sem
virðast sérlega frjó:
-a: Alberta (1910), Ármanna (1931—40), Árna (1921—30), Arngrima (1931—40),
Baldvina (1910), Berga (1921—30), Braga (1921—30), Einara (1855), Eiríka (1870),
Finnboga (1910), Friðftnna (1801), Geira (1910), Gísla (1910), Guðjóna (1855), Haf-
steina (1931—40), Hafþóra (1931—40), Karla (1921—30), Magna (1910), Sigurvina
(1910), Skúla (1910), Steindóra (1910), Þorsteina (1910).
-ina: Andrína (1910), Árnína (1870), Gíslina (1870), Hjörlína (1910),Jörgína (1855),
Magnína (1855), Magnúsína (1910), Sturlína (1910), Tómasína (1855).
-lína: Hajlina (1855).
3.3 Stuttnefni
Lengi hefur tíðkast að mynda stuttnefni af mannanöfnum, og er myndunarháttur
stuttnefna og gælunafna athyglisvert rannsóknarefni. Aldrei hefur verið algengt að skira
menn stuttnefnum. Eitt og eitt nafn hefur samt tíðkast lengi, t.d. Óli, en það nafn báru 3
karlmenn árið 1703. Vafasamt er þó að mæla með notkun stuttnefna sem eiginnafna,
en nokkur þeirra hafa verið tekin upp í bókina. Dæmi: Adda, Ella, Gunna, Kata, Lína,
Lauga, Magga, Munda, Rúna, Steina, Todda, Veiga, Ebbi og Maggi.
3.4 Oheppileg nöfn
Höfundur getur þess í formála, að fullkomlega lögleg nöfn séu þó óheppileg, ef þau
geta verið þeim til ama sem þau bera. Nefnir hann sem dæmi Blíða, Hugljúf og Þýðrún.
Þessu er ég alveg sammála, og ég hefði bætt við nöfnum eins og Fannhvít, Hafalda,
Lukka og Friðsemd, sem öll eru i bókinni, og ég hefði ekki mælt með nafninu Hugljúf
sem höfundur tekur þó upp i skrá sína, sem ætlað er að taka til nafna sem „nothæf
mega teljast" (bls. 8).
3.5 Dulbúin œltarnöfn
Með dulbúnum ættarnöfnum er átt við viðurnöfn, sem börnum eru gefin auk eigin-
nafns. Þessi nöfn eru notuð jafnt á drengi og stúlkur, og er oft um að ræða ættamöfn,
lögleg eða ólögleg. Telst mér til að af 2224 drengjum, sem fengu nafn 1976 séu 75, sem
beri viðurnafn sem annað nafn, en af 2068 stúlkum séu 33 skírðar viðurnafni. Þessi
nöfn falla að mínu mati engan veginn að lögum íslenskrar tungu um skírnamöfn. Engin
nöfn af þessu tagi eru meðal þeirra stúlkunafna sem mælt er með, en meðal drengja-
nafnanna eru nokkur sem orka tvímælis einkum vegna þess að þau eru einnig notuð
sem ættamöfn. Dæmi Bergmann, Birnir, Dalmann, Eldjárn, Hjörvar, Hliðar. Nöfn af
þessu tagi bjóða þeirri hættu heim að föðurnafni sé sleppt og viðumafnið notað sem
ættarnafn.