Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Qupperneq 186
184
Ritdómar
3.6 Karlkennd mannanöfn án nefnifallsendingar
Þessi flokkur nafna er erfiður viðureignar. Löngu viðurkennd eru nöfn eins og Friö-
rik, Hinrik, Gottskálk og Konráð, og myndu fáir amast við þeim. Öðru máli gegnir um
nöfn sem enda á:
-berg: Friðberg, Guðberg, Hallberg, Ingiberg, Krislberg, Steinberg, Sólberg, Svan-
berg, Vilberg.
-harð: Bernharð, Vernharð.
-garð: Valgarð.
-ing: Erling.
-vald: Ósvald.
Heimspekideild Háskóla íslands fjallaði um nöfn af þessu tagi árið 1965 og kvað upp
eftirfarandi úrskurð:
1. Alíslenzk (norræn) nöfn, sem endingu höfðu að fornu og yfirleitt hafa varðveitzt með
endingu til nútímamáls, skulu látin halda henni, t.d. Ásbergur, Erlingur, Haraldur,
Hallfreður, Ólafur, Sigurður, Valgarður, Vilbergur, Þorvaldur o.s.frv. f þessum tilvik-
um er óheimilt að sleppa nefnifallsendingunni -ur.
2. Sama máli gegnir um orð, sem hafa endinguna -harður og -valdur, t.d. Bernharður
eða Bjarnharður, Vernharður, Ríkharður og Ósvaldur, jafnvel þótt erlend kunni að
vera að uppruna.
3. Endingarlaus í nf. skulu vera íslenzk nöfn, sem svo hafa verið frá fomu fari, t.d.
Björn, Karl o.s.frv. Sama máli gegnir um nöfn, sem misst hafa nefnifallsendingu frá því
í fornmáli í samræmi við hljóðlögmál tungunnar, t.d. Arnór, Halldór, Steinþór o.s.frv.
4. Endingarlaus mega einnig vera ýmis tökunöfn, sem fótfestu hafa náð, t.d. Friðrik,
Gottskálk, Gústaf Hinrik, Konráð og Þiðrik. Þó má benda á, að sum þessara nafna
hafa einnig íslenzkulegra form, t.d. Friðrekur, Gottskálkur (sjaldgæft), Heinrekur, Kon-
ráður, Þjóðrekur (Þiðrekur), og er vitanlega fullkomlega leyfilegt að endurlifga þessar
nafnmyndir.
5. Endingarlaus skulu vera tökunöfn, sem aldrei hafa haft nefnifallsendingu í íslenzku,
t.d. Jón, Hans, Hannes, Jóhannes, o.s.frv., enn fremur samsett nöfn, sem enda á
-mann, hvort sem þau eru tökunöfn eða gerð síðar í samræmi við tökunöfn, t.d. Her-
mann, Kristmann, Guðmann og Ármann.
Þessum úrskurði tel ég rétt að hlíta og að vinna beri að því að þær myndir festist í sessi
sem endingu hafa.
3.7 Erlend nöfn
Ymis nöfn hafa verið valin í bókina, sem telja verður erlend og samræmast illa eða
ekki íslensku málkerfi. Sem dæmi mætti nefna kvenmannsnöfnin: Angela, Aníka.
Anlta, Bella, Benta, Bentína, Birgit, Edit, Elka, Hertha, Petronella, Verna og
karlmannsnöfnin Allan, Annas, Arthúr, Bent, Dan, Danival, Enok, Frank, Gottlieb,
Hartmann, Henning, Marvin, Nils, Ragúel, Vilhelm. Það skal viðurkennt, að erfitt er
að setja reglu um meðferð erlendra nafna. Þau verða þó að uppfylla ákveðin skilyrði: 1)
að falla vel að íslensku beygingarkerfi, 2) falla undir reglur um íslenska orðmyndun.