Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 188
186
Ritdómar
ili’ eða ‘örn’, t.d. Arnlaugur ‘ljómi heimilisins’, Arnþór ‘örn eða arinn og Þór’. I yngri
nöfnum með vinsælum síðari liðum (sjá framar) hefur sjálfsagt sjaldan verið hugsað um
merkingu áður en liðum var skeytt saman.
5. Beyging mannanafna
Það hefði verið mikill fengur fyrir almenning, ef getið hefði verið um beygingu vand-
meðfarinna nafna. Sem dæmi mætti nefna Sif, Björk, Reginn, Njörður. í þjóðsögum
Jóns Árnasonar er Hlini eins í öllum föllum, en vafalaust er algengara að fara með það
eins og veikt no., sem endar á -a í aukaföllum et. Tvímyndir eru til af nöfnum eins og
Margrét (-i, -u i þf. og þgf.), Sigrún, Guðrún, og fleira mætti nefna. Ef hægt væri að slá
upp beygingarmyndum mannanafna væri ef til vill auðveldara að berjast gegn þeirri
vaxandi hneigð að fara með nöfnin eins og þau væru óbeygjanleg, t.d. „Ég ætla til henn-
ar Ósk eða Björk“.
6. Niðurlag
Samkvæmt 4. grein laga um mannanöfn ber prestum að hafa eftirlit með að lögunum
sé framfylgt. Rísi upp ágreiningur um nafn á að leita úrskurðar heimspekideildar Há-
skóla Islands. Ekki fer þó mikið fyrir því að leitað sé til mannanafnanefndar. Árið 1984
komu fyrirspumir frá 9 íslendingum og 3 útlendingum, sem sótt höfðu um íslenskan
ríkisborgararétt. Heimspekideild hefur á liðnum árum tekið afstöðu til ýmissa nafna.
T.d. var kveðinn upp sá úrskurður í janúar 1962 að nafnið íris félli ekki að lögum ís-
lenskrar tungu og væri þar með ólöglegt. í þjóðskránni 1982 heita hins vegar 466 konur
Iris að fyrra nafni og 93 að síðara nafni. Þetta nafn verður tæpast bannað úr því sem
komið er, en óæskilegt verður það að teljast eftir sem áður, og það á því ekki erindi í
nafnabók af þessu tagi. En þetta er aðeins dæmi um að ekki er nægilegt samband milli
presta og heimspekideildar.
Hugsanleg lausn á þeim vanda sem því fytgir að virða gildandi lög um mannanöfn
er, að tekinn verði saman listi yfir þau nöfn sem flestir gætu orðið sammála um að væru
góð og gild íslensk nöfn, eins og kveðið er á um í 6. grein laganna. Væri þá hægt að leita
álits um þau nöfn sem ekki hefðu verið tekin með á listann hjá nefnd þeirri sem
heimspekideild skipaði til þess að fjalla um mannanöfn. Listar af þessu tagi eru t.d. not-
aðir í Noregi og Danmörku.
Þetta er nú orðið alllangt mál um litla bók og ýmislegt hefur verið að henni fundið.
Miklar sveiflur eru í nafngiftum, og með því að blaða í þjóðskránni má sjá að lítils að-
halds hefur gætt af þeirra hendi sem gefa og skrá nöfn. Eins og ég vék að í upphafi er
mikil þörf á bók af þessu tagi, en höfundur hefði að mínu mati mátt sýna meiri gagn-
rýni í nafnavali. Það er vandi að velja og oft heppilegra að velja minna en meira.
HELSTU HEIMILDIR
Björn Magnússon. 1983. Nafnalykill að manntali á íslandi 1801. Vélritað, Reykjavík.
Hagstofa íslands. 1981. Nafngjaftr 1960 og 1976 ásamt með eldri upplýsingum um
nafngjafir til samanburðar. Reykjavík.