Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 193
Ritdómar
191
hins vegar að tryggja að lesandinn rati milliliðalaust að því orði sem hann hefur hug á
að athuga hverju sinni. Skipan samsetningarunu í samfelldan bálk er og að því leyti
eðlileg að sumar samsetningar þarfnast lítilla sem engra skýringa þar sem þær skýrast af
merkingu orðliðanna. En það vegur á móti að slíkar samsetningar eiga minnst erindi í
orðabækur og fjölmörg samsett orð þarfnast skýringa umfram það sem skýringar á orð-
liðunum geta látið í ljós. Hvernig sem á þetta er litið fer ekki hjá því að talsvert er
þrengt að lýsingu samsettra orða með þessu fyrirkomulagi. En hér með er ekki öll sagan
sögð um það hvernig samsettum orðum er fyrir komið í bókinni. í lýsingu margra feit-
letraðra uppflettiorða (stofnorða og samsetninga) eru tilgreindar samsetningar af við-
komandi orði, ýmist með eða án merkingarskýringar. Þessar samsetningar eru hafðar
með skáletri, þ.e. sama letri og haft er á orðasamböndum sem greint er frá inni í orð-
bálkum, enda gegna þær því hlutverki að sýna notkunartilbrigði þess stofnorðs sem þær
heyra undir. Aðeins sum þessara orða koma jafnframt fram sem feitletruð uppflettiorð.
Önnur, einkum þau sem hafa uppflettiorðið að fyrri lið, eru aðeins tilgreind á þennan
hátt og þannig gerður skilsmunur á þeim og hinum eiginlegu uppflettiorðum. En þegar
á það er litið að margar hinna skáletruðu samsetninga fá skýringar, jafnvel merkingar-
lega sundurliðun, að hætti eiginlegra uppflettiorða (sjá t.d. áburðardreifir undir áburð-
ur, bensingjöf undir bensin, traniaralýður undir trantari), er í rauninni komið til nýtt
stig uppflettiorða til hliðar við þau sem beinlínis eru auðkennd sem slík. Það er svo
undir hælinn lagt hvort nokkurra samsetninga er getið í Iýsingu stofnorðanna og erfítt
að sjá á því nokkra reglu hvenær einstakra orða er fremur getið þannig en sem eigin-
legra uppflettiorða.
Þannig ræður orðgerðin mestu um það hvort orð birtast sem uppflettiorð eða ekki.
Því fleiri sem samsetningarliðirnir eru því minna er um þau hirt að þessu leyti, eins og
tekið er fram í formála OM-1: „Margsamsett orð eru yfirleitt því aðeins skýrð í bók-
inni, að merking þeirra sé önnur en beinlínis verður séð af hverjum (hvorum) samsetn-
ingarlið um sig“. Að öðru jöfnu er þetta í sjálfu sér eðlileg viðmiðun. En það er ákaflega
varasamt að fela orðgerðinni óskoruð völd í þessu efni. Hér þarf einnig að taka fullt til-
lit til þess hversu áberandi og fyrirferðarmiklar samsetningar eru í íslensku. Sé litið til
nútímamáls sérstaklega er ekki um það að villast að með sífelldri nýmyndun orða af ís-
lenskum stofnum þar sem leitast er við að ná sem mestu merkingarlegu gagnsæi fer
mikilvægi samsetninga vaxandi um leið og fjöldi stofnorða sem vísa til liðins tíma fyrn-
ist. Orðaforða nútímamáls verður ekki lýst á trúverðugan hátt nema tillit sé tekið til
þessa.
Þrátt fyrir allt verður auðvitað ekki hjá því komist að takmarka Qölda samsetninga,
og þar með hlýtur lengi að vera hægt að benda á samsetningar sem ástæða hefði verið til
að veita rúm í bókinni. Það er því ekki alls kostar sanngjarnt að gera mikið úr ágöllum
af því tagi og velta vöngum yfir einstökum orðum sem lesandi kann að sakna. En til
frekari glöggvunar á því sem áðan var sagt um fleirsamsett orð er freistandi að benda á
nokkur dæmi um samsetningar af þeirri gerð sem frá merkingar- og notkunarsjónar-
miði eiga rétt á sér til jafns við ýmis orð með einfaldari orðgerð en ekki er að finna í
OM. Meðal slíkra orða eru t.d. frjálsíþróllamaður (sem að sínu leyti er jafningi orða
eins og skytta, kylftngur og skákmaður), heilsugaslustöð, ellilífeyrisþegi, endurskins-
merki, mótmalasvelti, framhjóladrif flóttamannahúðir, flugumferðarsljóri, hryðju-
verkamaður, vöruskiplajöfnuður.