Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 197

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 197
Ritdómar 195 eða huglæga merkingu í orðaforða OM. Aðalgallinn við notkun táknsins er sá að því er ætlað óhóflega víðtækt hlutverk og ókleift reynist að ná viðunandi samkvæmni í notkuninni. Heppilegra hefði verið að binda hlutverk þess (eða annars viðlíka tákns) við orðtökin ein og merkja þá hvert orðtak fyrir sig, en með því hefði m.a. náðst fram nokkur sundurgreining orðtaka og annarra orðasambanda. 4. Við undirbúning og samningu OM virðist hafa verið mörkuð sú stefna að leggja mat á orðaforðann frá hreintungu- og málvöndunarsjónarmiði og auðkenna sérstaklega þau orð sem ekki teldust fullgild og forðast bæri í íslensku. Þetta mat nær ekki aðeins til uppfiettiorðanna sem slíkra, heldur einnig til einstakra orðasambanda innan orðbálks- ins og merkingarafbrigða. Til auðkenningar um þetta atriði er haft spurningarmerki sem skýrt er á þessa leið (bls. XIV): „vont mál, orð eða merking sem forðast ber í ís- lensku (yfirleitt aðeins sett þar sem betra orð er sýnt í skýringu)" (svigaummælin eru nýmæli í OM-2). í formála er svo hert á þessu og lagt ríkt á við lesandann að hafa þetta hugfast: „Orð og merkingar með merkinu ? ber því að forðast". Hér er fast kveðið að orði og harður dómur kveðinn upp um þau orð sem þetta snertir. Það er í sjálfu sér mikið álitamál hvort skynsamlegt getur talist að fiokka orðaforðann á þennan hátt. Það er a.m.k. ærin ástæða til að fara varlega i sakirnar við slíkt gæðamat á orðunum, og raunar verr af stað farið en heima setið ef uppvíst verður um ósamræmi og mótsagnir. Viðbúið er að forsendurnar fyrir því að auðkenna orð og merkingar sem „vont mál“ séu mismunandi frá einu tilviki til annars og því hætt við að Iesandinn verði knúinn til óvirkrar afstöðu til þeirra álitamála sem upp koma og þar með beygður undir forsjá þess úrskurðarvalds sem orðabókin tekur sér í þessu efni. Því miður verður að segja að þessi viðleitni til þess að liðsinna notendum bókarinnar um gildi og nothæfi orðanna missir að verulegu leyti marks. En áður en lengra er haldið er rétt að huga að helstu ein- kennum sem miðað er við þegar dómur er kveðinn upp um vont mál. Ekki er um það að villast að erlendur uppruni er þyngstur á metunum og er varað við miklum fjölda töku- og aðskotaorða, gamalla og nýrra. f þessum hópi eru ýmis algeng hversdagsorð nútímamáls sem bera sterkan erlendan svip, orð eins og adressa, bisness, dobla, gangster, hobbi, nœs, parkera, prósess og terror svo að nokkur dæmi séu nefnd. En hér eru einnig orð sem mega heita samgróin íslensku máli, enda hafa sum þeirra lengi verið förunautar íslenskra orða, orð eins og barti, dampnr, flinkur, klikka, mattur, pláss, skikka og trekkur. Ábendingar um notkunar- og stílgildi orða af þessu tagi eru vel við hæfi í orðabók, t.d. í þá átt að orð sé ekki tíðkað (eða ekki viðeigandi) í formlegu ritmáli eða orð sé sérstaklega viðhaft í óformlegu talmáli o.s.frv. Orðin sem talin eru hér að framan eiga ekki öll samleið að þessu leyti þótt þau eigi það sammerkt að vera tökuorð síðari tíma. Um enn önnur tökuorð mætti taka fram að þau væru einkum bundin sértæku eða fræðilegu máli. Annars konar vitneskja sem lesandann varðar um lýtur að uppruna orðanna, úr hvaða máli eða um hvað mál orðin hafi borist til íslensku og á hvaða stigi málsögunnar. Abendingum um þessi atriði er ekki til að dreifa í OM ef undan er skilið sérstakt auðkenni (t, sbr. bls. XIV) um „fornt eða úrelt mál, óbundið1' sem bregður fyrir í hópi þessara orða jafnt sem annarra. Það kemur að vísu allundar- lega fyrir sjónir að lesendum sé bent á að forðast orð sem talin eru fomt eða úrelt mál, eins og t.d. á sér stað með orðin beklaga, fundéra, gunst, spitelska og yflrtala. Hér væri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.