Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 201

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 201
Ritdómar 199 ber við að skýringarnar eru svo stuttaralegar að þær segja lítið sem ekkert umfram það sem lesa má út úr orðgerðinni: bráðabirgðalög „Iög sem þjóðhöfðingi gefur út og gilda um stundarsakir". í öðrum tiivikum er reynt að leysa vandann með gagnsæju samheiti: rasismi „kynþáttahyggja" (skýringarorðið er ekki annars staðar að finna í OM). En ákaflega oft ná hinar alfræðilegu skýringar svo skammt að lesandinn verður nánast frá að hverfa: skessuleikur „sérstakur útileikur", vikhenda „sérstakur bragarháttur", lomb- er „sérstakt þriggja manna spil“, sáldprentun „sérstök tegund prentunar", gudda „sér- stök bíltegund". Vel er skiljanlegt að reynt sé að hafa hemil á hinum alfræðilega þætti bókarinnar. En eðlileg fyrirferð hans hlýtur að vissu leyti að ráðast af þvi hvernig vali uppflettiorða er háttað. I OM fer hreint ekki lítið fyrir orðum sem beinlínis kalla á alfræðilegar skýring- ar, og hlutur þeirra hefur fremur aukist í OM-2. En fjölmörg þessara orða verða illilega utanveltu þegar komið er að skýringunum. Stórlega mætti draga úr þessum vandkvæð- um með því að beita myndskýringum, auk þess sem fjölbreytilegt myndefni myndi gæða bókina lífi og gleðja augu lesenda. Reyndar eru myndskýringar komnar til sög- unnar í OM-2, en þær eru hvergi nærri nógu miklar og ákaflega takmarkaðar efnislega þar sem þær eiga einungis við íslenska þjóðfélagshætti á fyrri tið. Með þessu myndavali styrkist enn það einkenni bókarinnar að geyma fróðleik um hið liðna fremur en að vera til leiðsagnar um heim samtimans. Það fer ekki á milli mála að mest er treyst á samheiti við gerð orðaskýringa i OM, og er þá aftur komið að því sem fyrr var sagt um einkenni þýðingaorðabókar og uppruna- tengsl við OSBl. Vitaskuld eiga samheitaskýringar oft fullan rétt á sér, annaðhvort einar sér eða samfara annars konar skýringum. En óheft notkun þeirra er á ýmsan hátt var- hugaverð. I fyrsta lagi er sú hætta fyrir hendi að ofvöxtur hlaupi í þann orðaforða sem skýringarorðin mynda og erfitt verði að gæta samræmdrar notkunar skýringarorða þar sem aðeins sé hugsað um að leysa vanda einstakra orða eins og hann birtist hverju sinni. Þá getur verið erfitt að binda sig við skýringarorð sem eru lesandanum tamari og auðskildari en uppflettiorðið. Sé samheitum gefmn laus taumurinn er og hætta á því að skýringarorðin haFi ekki alltaf til að bera nægilega hlutlægni, heldur freistist menn um of til að seilast til orða sem fela í sér huglæga afstöðu eða jafnvel fordóma. Ennfremur eru líkur á að samheitaskýring leiði lesandann stundum inn í blindgötu þannig að hann standi andspænis skýringarorðum sem ekki eru sjálf skýrð á viðhlítandi hátt og er jafn- vel alls ekki að finna sem uppflettiorð í bókinni, eða þá að hann errekinn fram og til baka milli skýringar- og uppflettiorðs. Og síðast en ekki síst eiga samheiti ákaflega mis- vel við. Merking uppflettiorðanna getur verið flóknari en svo að samheitaskýring dugi, og oft eru nothæf samheiti ekki auðfundin. Svo mjög kveður að samheitum í OM að það má heita óhjákvæmilegt að allir fyrr- nefndir ágallar samheitaskýringa komi þar fram. Dæmigerð tilhögun skýringargrein- anna er sú að tilgreind eru samheiti við uppflettiorðið, gjarna tvö eða fleiri hliðskipuð skýringarorð. Þegar ekki er um að ræða föst orðasambönd sem heimta sérstakar skýr- ingar er samheitaskýringin oft látin nægja. Þegar nokkur samheiti raðast saman í skýr- ingu er yFirleitt ekki hægt að líta svo á að hvert og eitt þeirra sé fullkomið samheiti upp- flettiorðsins, heldur gefa þau fremur til kynna hin ólíku merkingarafbrigði þess eða blæbrigði. Merking uppflettiorðsins kemur því fram sem eins konar samnefnari þeirra skýringarorða sem gripið er til. Skýringin á lo. montinn er gott dæmi um þetta. Hún er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.