Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 210
208
Ritdómar
Proceedings of the XlIIth International Congress of Linguists, August 29 —
September 4, 1982, Tokyo. Published under the auspices of tha CIPL (The
Hague). Ritstj. Shirö Hattori and Kazuko Inoue. Aðstoðarritstj. Tadao
Shimomiya and Yoshio Nagashima. Tökyö 1983. lxii+1453 bls.
Þrettánda alþjóðlegt þing málvísindamanna var haldið í Tökyö dagana 29. ágúst til 4.
september 1982. Þátttakendur voru alls 1448 frá nánast öllum lönaum heims. Þingtíð-
indin bera ártalið 1983, en þau komu ekki úr bókbandinu fyrr en í apríl 1984, svo að
ekki var hægt að vera fyrri til með ritfregnina. Skal nú í stuttu máli reynt að gera grein
fyrir efni þessarar stóru bókar, en efnið er svo viðamikið, að ekki er hægt að gera því
fullnaðarskil í ritfregn, sem eðli sínu samkvæmt hlýtur alltaf að velja úr heildarefninu.
Tvennt er það, sem framar öðru einkennir þessi þingtíðindi: í fyrsta lagi er í mörgum
fyrirlestrum gerð tilraun til að gefa heildaryfirlit yfir þekkingu ákveðinna efnisflokka
innan málvísindanna. Sum þessara yfirlita hafa tekist mjög vel, en önnur eru slakari
eins og gengur. Og í öðru lagi eru fyrirlestrar, sem sýna þróun málvísinda á ýmsum
tæknisviðum þar sem málvísindi hafa til þessa lítt komið við sögu. Þannig er höfð sér-
stök deild fyrir máltölvun og má segja, að það sé tímanna tákn.
Þingtíðindin hefjast með formála forseta þingsins, Shirö Hattori (bls. v—vii), en síðan
koma ýmsar skrár, efnisyfirlit og listi yfir þátttakendur og kveðjur til þingsins, áður en
fyrirlestrarnir koma. Þar skal sérstaklega bent á ljómandi gott yfirlit yfir fyrri þing (bls.
viii — ix) og ávarp japanska krónprinsins til þingsins, en það er sérstakt heiðursmerki,
að japanski krónprinsinn skyldi ávarpa þingið.
Þingið var haldið í átta aðaldeildum fyrir allan þingheim og voru í hverri deild þrír til
fjórir frummælendur. Aðaldeildirnar voru þessar:
(1) setningafræði og merkingarfræði (bls. 19 — 58); (2) setningafræði (bls. 59—115); (3)
merkingarfræði (bls. 116 — 162); (4) orðmyndunarfræði (bls. 163—208); (5) hljóðfræði
og hljóðkerfisfræði (bls. 209—243); (6) söguleg málvísindi (bls. 244—277); (7) sálræn
málvísindi (bls. 278 — 316); (8) þjóðfélagsleg málvísindi (bls. 317 — 350). Alls eru aðal-
fyrirlestrarnir 27 að tölu. Að auki eru birtir útdrættir og umræður um aðalfyrirlestrana
ábls. 351-385.
Deildarfyrirlestrar voru haldnir í alls 20 deildum. í einstökum deildum er tala fyrir-
lestra ákaflega mismunandi, en samtals voru haldnir í deildunum 194 fyrirlestrar.
Deildirnar voru eftirfarandi:
(I) setningafræði og merkingarfræði (bls. 389 — 436); (2) setningafræði (bls. 437 — 506);
(3) merkingarfræði (bls. 507—557); (4) orðmyndunarfræði (bls. 558 — 586); (5) hljóð-
fræði og hljóðkerfisfræði (bls. 587—682); (6) söguleg málvísindi (bls. 683 — 755); (7) sál-
ræn málvísindi (psycholinguistics) (bls. 756 — 791); (8) þjóðfélagsleg málvisindi (bls.
792 — 846); (9) saga málvísinda (bls. 847 — 895); (10) orðmerkingarfræði (word seman-
tics) (bls. 896—935); (11) málgerð og samþættir (language typology and linguistic uni-
versals) (bls. 936 — 974); (12) mállýskulandafræði, mállandafræði (dialectology, linguis-
tic geography) (bls. 975—1000); (13) textamálfræði (bls. 1001 — 1054); (14) málsam-
skipti (pragmatics) (bls. 1055—1076); (15) tungumál og bókmenntir (bls. 1077—1089);
(16) skrift (bls. 1090—1105); (17) máltaka og málanám (bls. 1106—1155); (18) mál-
skipulagning (language planning) (bls. 1156—1163); (19) málvísindin og tölvan (bls.
1164— 1192); (20) táknfræði (semiotics) (bls. 1193 — 1212).