Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 211
Ritdómar
209
En þetta er langt frá því að vera allt, því að við^þingið störfuðu 28 vinnuhópar og er
stuttlega gerð grein fyrir þeim á bls. 1213 — 1389, en hins vegar er efnið ekki birt. Ekki
hefur mér tekist að ná saman öllu efni þessara hópa, en þau gögn, sem mér hefur tekist
að ná í, eru 130 til 150 bls. fyrir hvern vinnuhóp, þannig að birting allra gagnanna hefði
orðið ívið stærri bók en þingtiðindin, sem fyrir liggja. Má af þessu glögglega gera sér
grein fyrir, hvílík gífurleg skipulagsvinna liggur að baki þessu þingi.
í lok þingtíðindanna eru birtar nokkrar myndir frá þinginu (bls. 1391 — 1398) og
einnig eru birtar myndir af undirbúningsgögnum þingsins (bls. 1399—1430). Þá eru
birtar myndir af þingtíðindum fyrri þinga (bls. 1431 — 1448) og þingtiðindunum lýkur
með lista yfir höfunda greina, sem birtar eru (bls. 1449—1452).
Lesanda mun af þessari upptalningu þegar vera ljóst, hversu gífurlega efnismikið rit
er hér um að ræða. Auðvitað eru hinir einstöku fyrirlestrar ákaflega mismunandi, sum-
ir í meðallagi, aðrir góðir. Þar eð útilokað er að gera þessu mikla efni nokkur fullnœgj-
andi skil, hef ég valið að geta nánar um eftirfarandi fimm fyrirlestra, sem mér finnast
gera sérstaklega góða grein fyrir efninu, sem tekið er til meðferðar:
(1) Eugénie J.-A. Henderson: Phonetics and phonology in the Eighties: Prospects and
problems (bls. 209—219).
Markmið þessarar greinar er að minnka hyldýpið, sem yfirleitt skilur að hljóðfræð-
inga og venjulega málfræðinga. Að nokkru leyti stafar það af því, að málfræðingar eru
tregir til að viðurkenna gildi tækjarannsókna fyrir rannsóknir á tungumáli yfirleitt og á
hinn bóginn eru hljóðfræðingar tregir til að fallast a málfræðileg kerfi í hljóðfræði eins
og t.d. deiliþáttakerfið.
En málfræðingar og hljóðfræðingar þurfa hvorir á öðrum að halda. Bent er á, að í
i tungumálinu sé ekki samræmi á milli sálræns veruleika og fallegs forms á pappír í
prentuðum kenningum. Sambandið milli hljóðfræði og hljóðkerfisfræði þarfnast frekari
skýringa. Þá er bent á ýmis nærri órannsökuð svið í hljóðfræði. Er þar fyrst að telja
ýmsa tímaþætti, sem eru afar mikilvægir við myndun ýmissa hljóða, en menn skilja
ekki enn til fullnustu.
(2) Ilse Lehiste: The role of prosody in the internal structuring of a sentence (bls.
220-231).
Talað mál fellur i nokkurn veginn jafnlangar einingar, sem kallaðar eru isuchrunous
feet. Eru þessar einingar myndaðar af áhersluatkvæði og áherslulausum atkvæðum.
Þessa einingu mætti nefna hljómfallseiningu á íslensku. Þótt hljómfallseiningar marki
oft mörk milli setninga, þurfa þær ekki að svara til setningafræðilegra þátta. En hins
vegar leiða rannsóknir greinilega í ljós, að hlustendur notfæra sér slíka þætti til að skilja
talað mál. Þrátt fyrir það er ekki vitað, hvernig hlustendur fara að því að finna út úr
hljóðbylgjunum tímajöfnun og notfæra sér hana til að skilja talað mál. Hér er um að
ræða órannsakað svið, sem vænta má, að rannsóknir beinist að á næstu árum.
(3) John J. Ohala: The phonological end justifies any means (bls. 232—243).
Skoðun höfundar er sú, að málvísindamenn eigi ekki að láta staðar numið við að lýsa
tungumálinu, heldur finna skýringu á því, hvers vegna kerfi þess sé eins og það er.
Aðalkenning hans er, að orsaka hljóðbreytinga sé að leita hjá hlustandanum, sem túlk-