Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Side 212
210
Ritdómar
ar hljóð á ákveðinn hátt og ber síðan hljóð fram eins og hann hefur túlkað þau, þótt í
reynd hafi þau verið allt öðruvísi. Þótt þetta virðist að ýmsu leyti sannfærandi rök-
semdafærsla, slær höfundur samt nokkra varnagla og telur, að auk þessa séu að verki
þættir, sem ekki hafi enn tekist að uppgötva. Þá Ijallar höfundur um hljóðlíkingar, sem
tíðum eru furðanlega líkar í algjörlega ólíkum tungumálum og telur, að skýringanna á
þessu fyrirþæri sé að leita i almennri mannlegri reynslu í heimi þeim, sem við lifum í.
(4) Calvert Watkins: New directions in fndo-European-Historical comparative linguis-
tics and its contribution to typological studies (bls. 270—277).
Þetta er að mínu áliti ein allra athyglisverðasta greinin í þessari stóru bók. Markmið
hennar er að gera grein fyrir þróuninni í indóevrópskri samanburðarmálfræði, síðan
áttunda alþjóðlegt þing málvísindamanna var haldið í Oslo árið 1957, en það er enn af
ýmsum talið best heppnað áf þessum alþjóðlegu þingum. Á þeim 25 árum, sem síðan
eru liðin, hefur orðið algjör endurnýjun í rannsókn indóevrópska frummálsins og hug-
myndir manna þar að lútandi hafa mjög mikið breyst. Höfundur gerir mjög skilmerki-
lega grein fyrir þessari þróun og bendir á ýmis atriði, sem eru óleyst og bíða frekari
rannsókna.
(5) Antonio Tovar: Linguistic similarity and its significance. Comparative procedures
(bls. 259-269).
Eitt óleystra vandamála, sem málvísindin glíma enn við, er, hvernig á að mæla og
meta, hversu lík (eða ólík) tungumál eru. Höfundur ræðir ýmsa möguleika þar að lút-
andi og einkum það, að tungumál geti hugsanlega breytt um málgerð á ýmsum
þróunarstigum. Þótt hér sé ekki að sinni mögulegt að koma með neina lausn, bendir
höfundur á ýmsa möguleika, sem enn hafa ekki verið rannsakaðir að neinu ráði, en
gætu hugsanlega geymt lykilinn að lausn þessa vandamáls.
Ef fella á heildardóm um þingtíðindi 13. alþjóðlegs þings málfræðinga, má segja, að
þar beri lítið á frumlegum greinum, en mikið á yfirlitum um það, sem gert hefur verið
og gera ætti. Prófessor Einar Haugen hefur sagt, að á stórum þingum séu aldrei gerðar
meiri háttar uppgötvanir. Ef það er aðalsmerki stórra þinga, gildir það vissulega einnig
fyrir þingið í Tðkyö. Ekkert getur hins vegar komið í stað þess að hitta fólk frá ýmsum
heimshlutum og sjá og tala við það fólk, sem stendur fremst í vísindarannsóknum í
heiminum. Það er aðeins hægt á stórum þingum og þetta hlutverk hefur þingið í Tökyö
rækt út í ystu æsar.
Þingtíðindi þau, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, eru nærri ótæmandi fróð-
leiksnáma. Útgáfa þeirra og frágangur allur eru fagur vitnisburður um japanska skipu-
lagsgáfu og vandvirkni, sem ekki eiga sér líka í gjörvöllum heimi.
Magnús Pétursson
Phonetisches Institut
der Universitat Hamburg