Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 213
Ritdómar
211
G.A. van der Toorn-Piebenga. IJslands Woordenboek. IJslands-Neder-
lands/Nederlands-IJslands met een beknopt overzicht van de grammatica
van het IJslands en het Nederlands. Van Goor Zonen, Amsterdam/Brussel,
1984. 178+188 bls.
Þetta er sennilega fyrsta íslensk-hollenska/hollensk-íslenska orðabók, sem samin hefur
verið. Höfundur hennar er lektor í íslensku við háskólann í Groningen í Hollandi og
jafnframt höfundur Ijómandi góðrar doktorsritgerðar um Rasmus Christian Rask
(I971)ásamt fleiri greinum (1982, 1983) um íslenska menningu.
í formála bókarinnar er sagt, að hún innihaldi um 25 þúsund orð. Það virðist við
fyrstu sýn ótrúlegt, er er sennilega nærri Iagi, þar eð bókin er prentuð með tveim dálk-
um á blaðsíðu og hvert orð fær yfirleitt eina línu, þannig að á hverja blaðsíðu komast að
meðaltali 60 orð. Þetta er aðeins hægt með því að takmarka þær merkingar, sem gefnar
eru og er það í flestum tilfellum þannig, að við hvert orð er aðeins gefin ein þýðing. Við
íálensk orð er auk þess gefið kyn (og við hollensk orð einnig hvorugkyn), en frekari mál-
fræðilegar upplýsingar eru ekki gefnar. Fleirtala er þó einnig gefin, ef orðið er eingöngu
til í fleirtölu. í íslensk-hollenska hlutanum stendur aftan við íslensku sterku sagnirnar
auk þess nútíðarmynd, ef þess er þörf, svo og kennimyndirnar. Ekki er rúm fyrir meiri
málfræðilegar upplýsingar í svona stuttum texta, en þætt er úr því með stuttu yfirliti
yfir bæði málin, sem nægir til að geta notfært sér bókina.
Þýðingar bókarinnar eru yfirleitt réttar miðað við tíðustu notkun viðkomandi orða.
Frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar og mun hún örugglega þjóna vel tilgangi sínum
innan takmarkana þeirra, sem stærðin setur.
Þess skal að lokum getið, að bókin er gefin út með styrk frá Menntamálaráðuneyti
íslands og fer vel á því að kynna ísland á þennan hátt.
RITASKRÁ
van der Toorn-Piebenga, G.A. 1971. Een studie over het werk van Rasmus Rask, in het
bijzonder over zijn Frisisk Sproglære. Ljouwert/Leeuwarden, Frysky Akademy.
— . 1982. Fridrek, de eerste buitenlandse zendeling op IJsland (een bronnenstudie).
Amslerdamer Beitrdge zur Alteren Germanistik 17:129— 144.
— (útg.). 1983. Kruispunt 89, 22. jaargang (december 1983). 88 bls. [Kynningarhefti til
kynningar á íslenskum bókmenntum og menningu með þýðingum úr verkum
íslenskra höfunda.]
Magnús Pélursson
Phonetisches Institul
der Universitát Hamburg